Menntamál - 01.06.1940, Blaðsíða 9

Menntamál - 01.06.1940, Blaðsíða 9
MENNTAMÁL 7 af trega“, og „holskefla sannleikans“ féll yfir hann sem opinberun. Þá finnur hann að: Sama vald, sem veldur sólna tafli, veitir sér í gegnum mannsins æðar. Milli lægsta djúps og hæstu hæðar heimssál ein af þáttum strengi vindur. Þannig skynjar hann allt sem órjúfandi lífsheild og sann- færist um það, að man um eilífð heili hnattageimsins hljóm hvers sálarstrengs í lífsins ríki. Með þessari skynjun skapar hann sér vistarverur og um- hverfi á háum sviðum, ofar fjúkandi hismi hins hvers- dagslega lífs. Hann skapar sér einveru til þess að njóta hinna æðstu hnossa, sem andi hans hefur fundið. í þeirri einveru er hann sjálfum sér trúr og seilist æ lengra og lengra inn á svið hinnar yfirmannlegu skynjunar á leynd- ardómum lífsins. — Líð unaðsdagur hægt — og kenn mér kyrrð að kanna hjartað, langt frá glaumsins hirð. Vafalaust verða skrifaðar bækur um Einar Benediktsson, um líf hans og skáldskap. Hann var stórbrotinn á sviði þjóðlífsins eins og í skáldskap sínum. Hann var veraldlegt yfirvald um skeið, fésýslumaður, sagður auðugur nokkurn hluta æfinnar, fullur hugsjóna um verklegar framkvæmdir og stórfenglegt atvinnulíf í sambandi við auðlindir lands- ins. Hann trúði á fossana, hafið, moldina og landið allt til ótæmandi möguleika fyrir framtíðarheill íslendinga. Hann fór út um víða veröld og kynntist glæsilegu lífi stór- þjóða í auðugum, frjósömum, hlýjum löndum. En alltaf var það ísland, sem varpaði skærustum ljóma yfir þann sjóndeildarhring, sem hann skapaði sér, og sá hringur var víður og hár. Það var gott meðan þjóðin átti Einar Benediktsson sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.