Menntamál - 01.06.1940, Side 9

Menntamál - 01.06.1940, Side 9
MENNTAMÁL 7 af trega“, og „holskefla sannleikans“ féll yfir hann sem opinberun. Þá finnur hann að: Sama vald, sem veldur sólna tafli, veitir sér í gegnum mannsins æðar. Milli lægsta djúps og hæstu hæðar heimssál ein af þáttum strengi vindur. Þannig skynjar hann allt sem órjúfandi lífsheild og sann- færist um það, að man um eilífð heili hnattageimsins hljóm hvers sálarstrengs í lífsins ríki. Með þessari skynjun skapar hann sér vistarverur og um- hverfi á háum sviðum, ofar fjúkandi hismi hins hvers- dagslega lífs. Hann skapar sér einveru til þess að njóta hinna æðstu hnossa, sem andi hans hefur fundið. í þeirri einveru er hann sjálfum sér trúr og seilist æ lengra og lengra inn á svið hinnar yfirmannlegu skynjunar á leynd- ardómum lífsins. — Líð unaðsdagur hægt — og kenn mér kyrrð að kanna hjartað, langt frá glaumsins hirð. Vafalaust verða skrifaðar bækur um Einar Benediktsson, um líf hans og skáldskap. Hann var stórbrotinn á sviði þjóðlífsins eins og í skáldskap sínum. Hann var veraldlegt yfirvald um skeið, fésýslumaður, sagður auðugur nokkurn hluta æfinnar, fullur hugsjóna um verklegar framkvæmdir og stórfenglegt atvinnulíf í sambandi við auðlindir lands- ins. Hann trúði á fossana, hafið, moldina og landið allt til ótæmandi möguleika fyrir framtíðarheill íslendinga. Hann fór út um víða veröld og kynntist glæsilegu lífi stór- þjóða í auðugum, frjósömum, hlýjum löndum. En alltaf var það ísland, sem varpaði skærustum ljóma yfir þann sjóndeildarhring, sem hann skapaði sér, og sá hringur var víður og hár. Það var gott meðan þjóðin átti Einar Benediktsson sem

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.