Menntamál - 01.06.1940, Blaðsíða 37

Menntamál - 01.06.1940, Blaðsíða 37
MENNTAMÁL 35 un. Á þetta sérstaklega við um nafnorðin, og eru dæmi um það áður tilfærð. Hver, sem les orðalistann yfir, mun þó sannfærast um, að á honum eru einungis algeng orð, en engu aö síður væri hæpið að taka hann eins og hann liggur fyrir og fullyrða, að þetta væru algengustu orð- myndir málsins, enda ber ekki að taka hann í heild svo bókstaflega. Hann er birtur hér óbreyttur sem liður í stuttri greinargerð, eins og hann myndaðist í talningunni samkvæmt fyrirfram ákveðnum reglum. Hinu veröur ekki gengið framhjá, að meginþorri þessara orðmynda er samkvæmt talningunni almennt notaður jafnt af ungum sem gömlum, og það þótt ritað sé um ólík efni, og má af því ætla, að raunverulega sé orðalistinn nálægt því að sýna notkun algengustu orðmyndanna, þeg- ar tiltölulega fáar eru undanskildar. Talningin styður þetta einnig á annan hátt. Eins og áður er frá skýrt, þá voru einungis teknar á orðalistann þær orðmyndir, sem fundust 10 sinnum eða oftar í öllu lesmálinu. Aðrar beygingar- myndir margra þeirra komu þó oft fyrir, þótt engin ein þeirra næði þeirri lágmarkstíðni, sem þurfti til að komast á listann. Sé þeim bætt við tilsvarandi orðmyndir á list- anum, þá hækkar tíðni þeirra að mun, en aðrar, sem enga viðbót fá á þennan hátt, standa vitanlega í stað með tíðni. Auk þess eru sumar orðmyndir á listanum alltíðar sem fyrri hluti samsettra orða, og má líta svo á, að það hækki tíðni þeirra, sem því nemur. Þá voru ennfremur valin úr talningunni öll þau orð, sem í samanlögðum beygingarmyndum höfðu hvert tíðni 10 eða hærri, en það’ voru alls 403 sjálfstæð orð. Einnig var athugað, hve oft þau komu fyrir sem fyrri hluti samsetts orðs og þess gætt um leið, að engin orðmynd væri tvítalin. Þær niðurstöður, sem alls fengust af rannsókninni, eru því í stuttu máli þessar: 3*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.