Menntamál - 01.06.1940, Blaðsíða 46

Menntamál - 01.06.1940, Blaðsíða 46
44 MENNTAMÁL Það er því miður mjög algengt um erfiða bekki, að talað sé til barnanna þar í gremjutón. En ein hin verstu kynni barns af kennaranum eru þau, að hann sé stöðugt að skamma börnin og finna að við þau, eins og það, að um- bera þeim allt og kjassa þau seint og snemma, því það gerir þau heimtufrek og óþæg. Minnstu þess, að börn veita ýmsu í fari þínu miklu meiri eftirtekt en þú heldur, og eru cft hárnákvæm í ályktunum sínum og dómum. Kennarinn, sem börn virða og þykir vænt um, er ekki sá, sem sífellt slakar til eftir óskum þeirra og lætur margt reka á reiða af leti eða kæruleysi, heldur hinn, sem gerir til þeirra skilyrðislausar kröfur, sem þau skilja og geta innt af höndum, og lofa'r og lastar eftir verðleikum. Sá kennari fær oftast það, sem hann vill, vinnu og hlýðni möglunarlaust. Því að festa og einbeittni, samfara vin- gjarnlegu viðmóti, verkar ekki lamandi á börn. Þvert á móti. Þau verða frjálslegri vegna þess, að góður agi skapar glaðvært og markvisst samstarf milli barnanna innbyrðis, og barnanna og kennarans. Það er almenn reynsla, að börn, sem skortir aga eru sjaldan innilega glöð, þar sem börn, er vanist hafa góðum aga eru hinsvegar frjálsmann- leg og glöð. Það er sorgleg staðreynd, sem því miður er ekki fátíð, að duglegir, fróðir og að ýmsu leyti kunnandi og starfhæfir menn, verða óhæfir kennarar vegna þess, að þeir hafa ekki vald á þeirri hlið starfsins, sem að aganum snýr. Þá koma kvartanirnar um erfiðu börnin, sem óviðráðanleg þykja, en myndi þó oftast orsakanna að leita hjá kenn- aranum sjálfum. Því að það er kennaranum nauðsynlegt að skilja, að hann verður að gera sterkar kröfur til sjálfs sín til þess að geta haldið aga. Það þarf mikinn áhuga og mikið starf til þess að hafa allt í lagi á þessu sviði. En framhjá því verður ekki kom- ist ef vel á að fara. Það er rétt, sem uppeldisfræðin hefir jafnan fullyrt, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.