Menntamál - 01.06.1940, Blaðsíða 23
MENNTAMÁL
21
koma með, þótt mjög sé orðmyndafjöldi þeirra misjafn,
eins og yfirlit þetta ber með sér:
Orðflokkur: Orð Orðmyndir Orð lesmáls
Nafnorð 149 267 5433
Lýsingarorð 43 107 2403
Töluorð 14 36 702
Sagnir 117 330 15024
Persónufn. 3 30 10348*)
Afturbeygt fn. 1 3 485
Eignarfn. 3 13 405
Ábendingarfn. 3 18 677
Tilvísunarfn. 2 2 1092
Spurnarfn. 4 8 280
Óákveðin fn. 12 57 1746
Atviksorð 110 137 10347
Forsetningar 23 23 11986
Samtengingar 28 28 9708
N af nháttarmerki 1 1 2304
Greinir 1 8 64
Upphrópanir 2 2 20
Skammstafanir 3 3 131
Samtals 519 1078**) 73155
Augljóst er, að orðaval bréfs eða greinar hlýtur jafnan
að fara að nokkru eftir efni því, sem um er ritað. Þess er
t. d. ekki að vænta, að pfn. ég finnist oft í almennri
kennslubók í landafræði, þó að það sé mikið notað i bréfum
og yfir höfuð mjög algengt orð, bæði í ræðu og riti, og
þannig er um mörg fleiri orð. Á sama hátt getur tiltölulega
*) Fornafnið það er talið hér með, hvort sem það kom fyrir sem
pfn., áfn. eða ófn.
**) Hér verða einstakar orðmyndir fleiri en á orðalistanum (bls. 26),
því að þar heyrir sama orðmyndin oft undir fleiri en einn orðflokk.