Menntamál - 01.06.1940, Blaðsíða 6

Menntamál - 01.06.1940, Blaðsíða 6
4 MENNTAMÁL á stórfenglegan hátt hinu helstorkna „ríki með turn við turn, sem gljá og speglast við geisla hvern yfir gaddbláum skuggum, marandi í hálfu kafi“. Því næst koma hinar meitluðu lýsingar: Hver lambsfeldur skelfur við heiði og sand. Og: Heiðarnar eru línhvít lík lögð við hamranna dökku fjalir. Og enn: Haginn er litlaus, lóslitin flík. Hver þessara mynda stendur skýr og ógleymanleg. Hann lýsir veldi hafíssins, kyrrðinni og auðninni í þessu kalda ríki, þar sem helfjötur er lagður á allt, jafnvel úthafið missir mátt sinn gegn ísnum. Og: Landaldan bærir barminn svo hljótt sem barn sé þaggað og smáhætt að rugga. En í komu vogestsins finnur hann þó nokkuð gott, því að kuldinn er „handlæknir Norðurlanda“, segir hann. Af því verður norðlenzka náttúran (frjáls.y Nágranni dauðans lífseigur fæðist. í námsskóla frostsins nektin klæðist. Neyðin á vopnfastan, heimofinn serk. í skrautsölum öræfaauðnar og þagnar andinn þekkir sig sjálfan og fagnar, og krosslýðsins hljóðu hetjuverk hefja sig upp yfir frægðina ljóða og sagnar. Trú Einars Benediktsson á sigur og mátt lífsins kemur fram á óvenjulega mikilúðlegan hátt í kvæði þessu. Með blóðrás helsins hann streymir til stranda og styrkir hvern kraft út á yzta þröm — en allt, sem er krankt og hímir á höm, hann hreinsar úr vegi og blæs á það dauðans anda. Og síðar: Hann flytur vort óðal um heljar höf í heimboð til eilífs styrkjandi vetrar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.