Menntamál - 01.06.1940, Síða 6

Menntamál - 01.06.1940, Síða 6
4 MENNTAMÁL á stórfenglegan hátt hinu helstorkna „ríki með turn við turn, sem gljá og speglast við geisla hvern yfir gaddbláum skuggum, marandi í hálfu kafi“. Því næst koma hinar meitluðu lýsingar: Hver lambsfeldur skelfur við heiði og sand. Og: Heiðarnar eru línhvít lík lögð við hamranna dökku fjalir. Og enn: Haginn er litlaus, lóslitin flík. Hver þessara mynda stendur skýr og ógleymanleg. Hann lýsir veldi hafíssins, kyrrðinni og auðninni í þessu kalda ríki, þar sem helfjötur er lagður á allt, jafnvel úthafið missir mátt sinn gegn ísnum. Og: Landaldan bærir barminn svo hljótt sem barn sé þaggað og smáhætt að rugga. En í komu vogestsins finnur hann þó nokkuð gott, því að kuldinn er „handlæknir Norðurlanda“, segir hann. Af því verður norðlenzka náttúran (frjáls.y Nágranni dauðans lífseigur fæðist. í námsskóla frostsins nektin klæðist. Neyðin á vopnfastan, heimofinn serk. í skrautsölum öræfaauðnar og þagnar andinn þekkir sig sjálfan og fagnar, og krosslýðsins hljóðu hetjuverk hefja sig upp yfir frægðina ljóða og sagnar. Trú Einars Benediktsson á sigur og mátt lífsins kemur fram á óvenjulega mikilúðlegan hátt í kvæði þessu. Með blóðrás helsins hann streymir til stranda og styrkir hvern kraft út á yzta þröm — en allt, sem er krankt og hímir á höm, hann hreinsar úr vegi og blæs á það dauðans anda. Og síðar: Hann flytur vort óðal um heljar höf í heimboð til eilífs styrkjandi vetrar.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.