Menntamál - 01.06.1940, Síða 12

Menntamál - 01.06.1940, Síða 12
10 MENNTAMÁL en þó vænlegri til betri árangurs, sérstaklega að því er snertir yngstu börnin og þau, sem erfitt reynist að nema þennan þátt málsins. Orðaforði og orðaval barnanna sjálfra skiptir vitanlega miklu máli í þessu sambandi. Stærsti flokkur talningarinnar er líka stílar barna, ritaðir eftir frjálsu vali, sem stundum var þó innan ákveðinna tak- marka. Aðrir flokkar voru svo teknir til samanburðar og viðbótar. Hefðu þeir þurft að vera fleiri, en ekki þótti það fært eins og á stóð, þar sem það hefði óhjákvæmilega aukið verulega vinnu við rannsóknina og seinkað framkvæmdum. Talningin er að vísu ekki stór, en ætti þó að geta komið að notum við að koma stafsetningarkennslunni í skipulegt horf um leið og fyrsta skrefið í þá átt er tekið. Það þarf ekki að eyða löngu máli um nauðsyn þess, að hafizt verði sem fyrst handa í þessum sökum. Öllum, sem hlut eiga aö máli, mun þörfin fyllilega ljós, enda skal því sleppt að ræða um það hér. En hvernig sem menn annars kunna að vilja haga stafsetningarkennslunni í barnaskól- unum, þá munu þó allir geta orðið sammála um, að fyrst og fremst eigi hún að snúast um algengasta orðaforðann. Og skynsamleg ályktun segir, að því fyrr sem hann sé numinn, því betra tóm gefist til nauðsynlegs framhalds- náms. Val á efni. Þar sem talningin hafði aðallega það markmið, að ákveða algengasta orðaforða venjulegs ritmáls, er síðan mætti nota til æfinga við íslenzkukennslu barnaskólanna, var efni valið þannig, að það snerti eingöngu starfssvið skólanna beint eða óbeint. Með hliðsjón af þessu var það valið úr sex eftirtöldum flokkum: stílum barna, sendibréfum full- orðinna, lesbókum, náttúrufræði, sögu og landafræði. Heppilegasta efnið til slíkra rannsókna er vafalaust stílar og bréf, því að réttmætt virðist að álykta, að þar sé að finna þann orðaforða, sem hvert barn þurfi fyrst og fremst að

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.