Menntamál - 01.08.1942, Side 13

Menntamál - 01.08.1942, Side 13
MENNTAMÁt 3 F Ayarp tll norskra kennara (Skrautritað og bundiö í skinn, afhent sendiherra NorÖmanna). „Norska pjóðin, bróöurþjóð vor íslendinga, ein drengilegasta menningarþjóð heims er nú beygö með ofurefli miskunnarlauss vopnavalds undir kúg- unarhœl erlendrar yfirdrottnunar. Frjálsri hugsun, þjóðrœkni og þjóölegri menningu er ógnað, djarf- huga foringjar þjóöarinnar fangelsaðir, píndir og líflátnir, og börnin, viökvœm framtíð þjóöarinnar gerö aö bráö lœvíss og harðvítugs áróðurs er- lendrar valdastefnu. Vér íslenzkir kennarar, höfum fylgt meö athygli og óskiptri samúö atburöum þeim, sem duniö hafa yfir bróöurþjóð vora. Vér höfum sett oss í spor norskra kennara er þeir lieyja örlagaríka baráttu um norskar sálir, um sjálft fjöregg þjóðar sinnar. Vér dáumst að þrautseigju þeirra og fórnarlund. Og um leið og vér sendum kennarastétt Noregs bróöurkveðju vora og hugheilar blessanaóskir um ávaxtaríkt starf, biðjum vér þess af hjarta að Nor- egur veröi fljótt aftur frjálst land og norska þjóðin komi aftur heil og skír úr eldi þeirra óskaplegu þjáninga, sem yfir hana hafa dunið nú um sinn. Reykjavík, 17. maí 1942. í stjórn Sambands íslenzkra barnakennara. Sigurður Thorlacius. Aöalsteinn Sigmundsson. Arngrímur Kristjánsson. Gunnar M. Magnúss. Guðjón Guöjónsson. Bjarni M. Jónsson. Pálmi Jósefsson.“

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.