Menntamál - 01.08.1942, Page 14

Menntamál - 01.08.1942, Page 14
4 MENNTAMÁL Handíðaskólfnii Stofnun Handíðaskólans í Reykjavík er einhver merkasta skólanýjung hér á landi á síðustu árum. Skólinn var stofnaður á umbrotaárinu 1939, þegar ófriðareldurinn sauð undir iljum manna á öllu megin- landi Norðurálfunnar, og váleg tíðindi bárust utan úr hinum víða heimi. Hér á landi virtist allt vera á hægri en jafnri niðurleið, sökum fjárskorts og fyrir- hyggjulítillar forustu í landsmálum. Það var því stórhugur nokkur að ráð- ast í stofnun skóla, sem byggði tilveru sína að mestu leyti á áhuga almennings fyrir hagnýtum störfum og listrænum viðfangsefnum. Stofnandi Handíðaskólans var Lúðvíg Guðmundsson, þekktur og góðkunnur skólamaður, sem um nokkurt skeið hafði verið skólastjóri Gagnfræðaskólans á ísafirði og komið þar á margskonar nýbreytni og framförum. Áður hafði Lúðvíg verið skólastjóri Hvítárbakkaskólans. Lúðvíg Guðmundsson sagði nú upp starfi við Gagn- fræðaskólann á ísafirði, fluttist til Reykjavíkur og sendi út boðsbréf um stofnun hins nýja skóla. Samkvæmt boðs- bréfinu var tilgangurinn með stofnun skólans þessi: 1. Að veita kennaraefnum og kennurum við barna- og unglingaskóla landsins aðstöðu til að fá þar staðgóða Lúðvíg Guðmundsson

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.