Menntamál - 01.08.1942, Blaðsíða 15
MENNTAMÁL
5
menntun og sérmenntun í ýmsum greinum skólahanda-
vinnu (handíðum).
2. Að gefa almenningi kost á að nema þar ýmsar greinir
handíða, svo sem pappírs- og pappavinnu, trésmíði og
létta málmsmíði, teikningu o. fl.
3. Að halda uppi kennslu í verklegum greinum fyrir
atvinnulaus ungmenni.
Síðan hefur starfsemin aukizt allverulega og var á s. 1.
hausti stofnuð listnámsdeild, en tilgangurinn með stofnun
hennar er:
4. Að veita þeim, sem ætla að helga sig myndlistar-
námi, sem fullkomnasta kennslu í teikningu og málaralist.
Þeir menn voru til, og meðal þeirra var núverandi rit-
stjóri Menntamála, sem álitu, að fremur bæri að auka
og endurbæta handavinnukennslu í kennaraskólanum en
stofna nýjan skóla í verklegum efnum, sem ætlaður væri
kennaraefnum og mætti því að vissu leyti teljast grein úr
Kennaraskóla íslands. En stofnun skólans var í samráði
og samvinnu við skólastjóra kennaraskólans og fræðslu-
málastjórn, svo að ekki þurfti að óttast árekstra milli
þessara aðila. Skólaráð var þannig skipað: Frú Aðalbjörg
Sigurðardóttir, Aðalsteinn Eiríksson, skólastjóri, Bjarni
Bjarnason, skólastjóri, Freysteinn Gunnarsson, skólastjóri,
dr. phil. Guðmundur Finnbogason, landsbókavörður, Ingi-
mar Jónsson, skólastjóri, Jón Sigurðsson, skólastjóri, Sig-
urður Thorlacius, skólastj. og dr.phil. Símon Jóh. Ágústsson.
Skólinn hafði sérstöðu og var nýjung hér á landi, því
að hann veitti almenningi kost á námi í gagnlegum efnum,
auk þess sem starfsemin var byggð á listrænum sjónar-
miðum. Nafnið dregur skólinn af forna orðinu íð, sem
þýðir starf, fleirtala íðir. Stefna skólans var einnig sú, að
kenna fólki allskonar vinnubrögð, svo sem bókband, tré-
smíði og málmsmíði, tréskurð, pappavinnu, rennismíði,
málun, teikningu og steinsteypu, en auk þess munnlegar