Menntamál - 01.08.1942, Page 17

Menntamál - 01.08.1942, Page 17
MENNTAMÁL 7 breyting gerð á skipun skólans, að honum var breytt í sjálfseignarstofnun og heitir hann framvegis Handíða- og myndlistarskólinn. Eignir stofnunarinnar eru: Húseignin á Grundarstíg 2 A í Reykjavík, og húsbúnaður og kennslu- tæki þau, er áður voru í Handíðaskólanum. Stjórn hinnar nýju stofnunar er þannig skipuð: Formaður Ingimar Jónsson skólastjóri, ritari Sigurður Thorlacius, skólastjóri, gjaldkeri Halldór Kjartansson, forstjóri. Lúðvíg Guð- mundsson er ráðinn forstöðumaður skólans, en Kurt Zier, listmálari, fyrsti kennari. Kurt Zier er þýzkur maður, sem kom hingað til lands árið 1939 að tilhlutun Lúðvígs, til þess starfa við Handíðaskólann. K. Z. hefir því verið aðalstoð og stytta skólastjórans í allri starfseminni hingað til. Kurt Zier er mjög fjölhæfur listamaður og ágætur teikni- og hand- iðakennari. Nokkru áður en hann kom hingað til lands, var hann starfsmaður Al- þjóðaskólans (École In- ternational í Genf við skipulagningu kennslu í verklegum greinum og listnámi. Starfsemi skólans hefur verið hagað sem hér segir: I. Kennaradeildin. Kennaradeildin veitir þeim, sem hafa í hyggju að gerast teikni- og handíðakennarar í barna- og unglingaskólum, eins til þriggja ára sérmenntun.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.