Menntamál - 01.08.1942, Side 23

Menntamál - 01.08.1942, Side 23
MENNTAMÁL 13 4. Að leiðtaeina kennurum, skólanefndum og aðstandend- um taarna um réttindi þeirra og skyldur um allt það, er verða mætti börnunum til aukins manngildis og taætts árangurs af skóladvölinni. 5. Að athuga og gera tillögur um sameining skólahverfa, samstarf smærri skóla og vinna að gagnkvæmum breyt- ingum á skipun og framkvæmd skólahalds og menningar- starfsemi frá sjónarmiði uppeldis, fræðslu og fjármála. II. Á fundinum skýrði hver námsstjóri fyrir sig frá því, hvernig hann hefði hagaö störfum sínum. Á síðastliðnu hausti var samið erindisbréf fyrir námsstjórana til þess að hafa til hliðsjónar við eftirlitsstarfið. Enda þótt erindis- taréfið hafi verið lagt til grundvallar hjá öllum námsstjór- um, þá varð framkvæmd starfsins nokkuð sitt með hverju móti hjá þeim. Olli þar um nokkuð, hvað tími sumra þeirra var naurnur, svo og staðhættir, stærð eftrilitssvæðanna o. fl. Hver námsstjóri var sem næst 3—4 mánuði á ferðalagi. Þar sem hér var að mestu leyti um nýtt starf að ræða, þá má telja, að ferðir námsstjóranna hafi að þessu sinni verið meir „könnunarflug“ en raunveruleg námsstjórn. Þó munu þeir hafa þótt aufúsugestir, því að nærri alstaðar var þeim frátaærilega vel tekið og mjög víða var viðkvæðið bæði hjá skólanefndum og kennurum eitthvað á þessa leið: „Þetta var bara allt of stuttur tími, komdu fljótt aftur og vertu þá lengur". Þá kom það og eigi sjaldan fyrir, að fólk lét liggja boð fyrir námsstjóranum um að finna sig til skrafs og ráðagerða. III. Við samræður námsstjóranna við kennara, skólanefnd- ir o ,fl. má fullyrða, að skilningur og áhugi hlutaðeigenda fyrir endurbótum á sviði fræðslumálanna hafi aukizt. Bókhald skólanna reyndist misjafnt, á nokkrum stöðum

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.