Menntamál - 01.08.1942, Qupperneq 25
MENNTAMÁL
15
rætt um þær á fundinum og lögð áherzla á, að þær væru að
efnismeðferð og stærð i sem beztu samræmi við þann tíma,
sem hverri námsgrein væri ætlað til námsins, en á því
væri nú nokkur misbrestur, sem þyrfti að bæta úr.
VII.
Þá athuguðu námsstjórarnir afstöðu til sunds- og í-
þróttanáms. Með útgáfu bæklings þess, sem íþróttafulltrúi
annaðist um á síðastliðnu hausti, er sýnt, að iðka má
líkamsæfingar þótt ekki séu fyrir hendi leikfimishús og
dýr leikfimiáhöld.
Voru víða iðkaðar leikfimisæfingar í vetur sem engar
voru áður.
VIII.
í skólum, þar sem aöeins er einn kennari, er víða áfátt
kennslu í sérgreinum, handavinnu, söng og leikfimi, þar eð
tiltölulega fáir kennarar telja sig nógu fjölhæfa til þess.
Enda þótt kennarar hafi ekki allir sérstakt kennarapróf í
greinum þessum, þá munu margir þeirra hafa vantreyst
sér um of. Handavinna og sund eru nú skyldugreinar i
kennaraskólanum og leikfimi verður það sennilega í haust.
IX.
Koma þarf á námskeiðum, sem víðast fyrir kennara,
sem ekki hafa fengið sæmilegan undirbúning til þess að
geta leiðbeint börnunum í umræddum námsgreinum, því
að enda þótt ekki sé við því að búast, að kennarar geti
fepgið fullnægjandi sérmenntun á námskeiðum, þá vekja
þau skilning og áhuga. Komi þar til viðbótar góður vilji,
þá má miklu áorka til bóta í þessu efni. Þá var og minnst
á möguleika á því, að koma á umferðakennslu i handa-
vinnu, söng og leikfimi, bæði þar sem kennarar gætu ekki
kennt þessar greinar og eins til þess að leiðbeina öðrum
kennurum. Einnig var bent á, að athugandi væri, hvort
ekki væri hægt að kenna stúlkum matreiðslu a. m. k. í