Menntamál - 01.08.1942, Side 26

Menntamál - 01.08.1942, Side 26
16 MENNXAMÁL föstum skólum — með svonefndum umferðaeldhúsum, þar sem matreiðslukennslukona færi milli skólanna með þau áhöld, sem með þarf til kennslunnar. X. Heilbrigðiseftirlit í barnaskólum er ekki í svo góðu lagi sem skyldi. Var því samþykkt áskorun til Alþingis um að samþykkja frumvarp það til laga um skóla- og íþrótta- lækni, sem flutt var á síðasta Alþingi að tilhlutun land- læknis. XI. Kennarar voru yfirleitt mjög ánægðir með komu náms- stjóranna. Fannst þeim víst flestum dvöl þeirra of stutt á hverjum stað. Umræður og leiðbeiningar námsstjóranna um kennslu og skólastarf, viðurkenning þeirra um það, sem vel var gert, og hvatningar og uppörvun, þar sem það átti við, hafa þegar haft góð áhrif. Að lokum var rætt um framkvæmd kennslueftirlitsins á næsta vetri. Má telja víst, að þar sem námsstjórarnir hafa borið saman ráð sin eftir þá reynslu, sem þegar er fengin og ráðgast um tilhögun starfsins, þá megi vænta enn betri árangurs af starfi þeirra framvegis.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.