Menntamál - 01.08.1942, Síða 29

Menntamál - 01.08.1942, Síða 29
menntamál 19 framt ætti, viö slík landspróf, að gefa sérstaka einkunn fyrir fallegt lestrarlag. Auk alls þessa má á það líta, að árleg landspróf kosta mikið fé, sem mér þætti sennilegt að væri betur varið til einhvers annars, án þess þó að nokkuð tapaðist við það. Móðurmálið er arfur, sem gengur frá kynslóð til kynslóð- ar. Það á að vera vort æðsta stolt að skila þessum arfi í hendur komandi kynslóða, ekki aðeins jafn höfgum og hreinum, heldur glæsilegri miklu, auðugri og þróttmeiri. Saga málsins er líka saga menningarinnar. Hið fágaða og hreina mál, hvort sem það er talaö eða ritað, ber ætíð vott um innri andlega menningu. Móðurmálið er því á öllum tímum sú loftvog, sem segir til um það, hvar við stöndum í þeim efnum. En þá er heldur ekki spurt um atkvæða- fjölda á mínútu, heldur alla meðferð málsins eftir hvaða farvegum sem það fellur. Það getur vel verið, að hinir komandi tímar telji þá móðurmálskennslu bezta, sem nær beztum árangri í hraðlestri, en ég held, að við verðum að vera nokkuð íhaldssamir á sviði móðurmálskennslunnar, því minni hætta er á því að tungan bíði tjón af þeim kvill- um, sem að henni sækja, og því fastari fótum stendur hún í menningu og sögu þjóðarinnar.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.