Menntamál - 01.08.1942, Page 31
MENNTAMAL
21
bera blak af okkur barnakennurunum, þó að þess væri
full þörf. Við erum því svo vanir, „að hnútur fljúgi um
borð,“ að við tökum því oftast með þögninni, og sendum
hnútuna sjaldan til baka, enda þótt við værum nú oft og
einatt menn til þess. — En það voru dómarnir um börnin,
sem ég vildi gera að umtalsefni.
Ég hlýddi fyrir nokkru á útvarpserindi, sem oftar. Fyrir-
lesarinn, sem var kona, talaði um ástandið svokallaða og
einhver bjargráð við því. Hún minntist á börnin og gat
um þann sorglega sannleika, að hvergi í menningarlönd-
um heims væri jafn illa siðuð og vanrækt börn og hér í
Reykjavík, — og sjálf virtist hún vera þessu samþykk, —
nema þá í skuggahverfum stórborganna.
Ég veit, að kona þessi hefir ferðast allmikið, og líklega
séð London, París og Berlín í allri sinni dýrð, og er mikið
til þess að hugsa, ef ofangreind ummæli um íslenzku börn-
in væru rétt.
En ekki virðist nú árangurinn af hinni miklu menn-
ingu sumra stórþjóðanna að öllu leyti góður, þó að þeir
standi okkur íslendingum náttúrlega svo miklu framar
um ótal margt, það sýnir hin blóðuga styrjöld, sem nú
geysar í heiminum. Og erfitt á ég fyrir mitt leyti að sætta
mig við, að allt, sem aflaga fer í sambúð okkar íslendinga
og setuliðsins, sé eingöngu siðleysi landa minna að kenna.
Þá var í þessu útvarpserindi einnig minnzt á það, að
engin samvinna ætti sér stað milli skóla og heimila hér
í höfuðstaönum. Samvinnan er sjálfsagt allt of lítil. En
veit þessi kona, sem erindið flutti, nokkurn skapaðan hlut
um þetta? Veit hún t. d. nokkuð um þær tilraunir, sem
kennarar gera til þess að ná sambandi við heimilin t. d.
með Foreldrablaðinu, er þeir hafa gefið út undanfarna
vetur á eigin kostnað og sent ókeypis heim á hvert einasta
heimili skólaskyldra barna? Þar hafa þeir rætt um ýmis-
legt varðandi skólavist og uppeldi barna og óskað eftir
liðsinni og samvinnu heimilanna. Og það verð ég að segja