Menntamál - 01.08.1942, Page 32

Menntamál - 01.08.1942, Page 32
22 MENNTAMAL fyrir sjálfa mig, að foreldrar ýmsra barna, sem ég hefi kennt, hafa orðið aldavinir mínir. Þá gat fyrirlesarinn þess einnig, að stundum hefði sig furðað á þeirri fáfræði barnaskólabarna, að þau þekktu ef til vill ekki nöfn á algengustu fjöllunum í grennd við Reykjavík, en kynnu samt langar romsur af fjallanöfnum einhversstaðar suður eða austur í heimi. Mér þótti nú furðu gott, að þau skyldu kunna romsurnar. Ennfremur minntist hún á, hve nauðsynlegt væri að börnin lærðu Gunnarshólma. (gera þau það þá ekki?), og önnur fögur kvæði, svo að þau kynnu betur að meta náttúrufegurð landsins o. s. frv. Um þetta atriði er ég hjartanlega sam- mála. En svo kom dálítið leiðinlegt fyrir í þessu útvarpserindi. Rétt í sömu andránni og talað var um Gunnarshólma, vitnaði fyrirlesarinn í eitt af fegurstu kvæðum Einars Benediktssonar, og tilvitnunin var setning, sem mjög hefir klingt við eyru nú á síðastliðnu ári. Setningin er líka af- bragðs snjöll og fögur: „Ég skildi, að orð er á íslandi til um allt, sem er hugsað á jörðu.“ En setningin var ekki þannig í þessu útvarpserindi. Það var gerð ofurlítil bragarbót: „Ég skildi að orð er á íslandi til um allt, sem er talað á jörðu.“ Hvílíkur munur! Nú flökrar það ekki einu sinni að mér, að halda því fram, að stúlkan, sem útvarpsræðuna flutti þekki ekki kvæðið „Móðir mín,“ sem tilvitnunin er tekin úr. Ég gæti vel trúað, að hún kynni það utanbókar. Það má vel vera, að tilvitnunin hafi verið rétt rituð í ræðunni; þetta hafi aðeins verið mismæli. En skrambi leiðinlegt mismæli samt! Ég gæti hugsað mér, að hún vildi varla við það kannast og segði sem svo, að hún gæti varla trúað því, að hún hefði

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.