Menntamál - 01.08.1942, Blaðsíða 32

Menntamál - 01.08.1942, Blaðsíða 32
22 MENNTAMAL fyrir sjálfa mig, að foreldrar ýmsra barna, sem ég hefi kennt, hafa orðið aldavinir mínir. Þá gat fyrirlesarinn þess einnig, að stundum hefði sig furðað á þeirri fáfræði barnaskólabarna, að þau þekktu ef til vill ekki nöfn á algengustu fjöllunum í grennd við Reykjavík, en kynnu samt langar romsur af fjallanöfnum einhversstaðar suður eða austur í heimi. Mér þótti nú furðu gott, að þau skyldu kunna romsurnar. Ennfremur minntist hún á, hve nauðsynlegt væri að börnin lærðu Gunnarshólma. (gera þau það þá ekki?), og önnur fögur kvæði, svo að þau kynnu betur að meta náttúrufegurð landsins o. s. frv. Um þetta atriði er ég hjartanlega sam- mála. En svo kom dálítið leiðinlegt fyrir í þessu útvarpserindi. Rétt í sömu andránni og talað var um Gunnarshólma, vitnaði fyrirlesarinn í eitt af fegurstu kvæðum Einars Benediktssonar, og tilvitnunin var setning, sem mjög hefir klingt við eyru nú á síðastliðnu ári. Setningin er líka af- bragðs snjöll og fögur: „Ég skildi, að orð er á íslandi til um allt, sem er hugsað á jörðu.“ En setningin var ekki þannig í þessu útvarpserindi. Það var gerð ofurlítil bragarbót: „Ég skildi að orð er á íslandi til um allt, sem er talað á jörðu.“ Hvílíkur munur! Nú flökrar það ekki einu sinni að mér, að halda því fram, að stúlkan, sem útvarpsræðuna flutti þekki ekki kvæðið „Móðir mín,“ sem tilvitnunin er tekin úr. Ég gæti vel trúað, að hún kynni það utanbókar. Það má vel vera, að tilvitnunin hafi verið rétt rituð í ræðunni; þetta hafi aðeins verið mismæli. En skrambi leiðinlegt mismæli samt! Ég gæti hugsað mér, að hún vildi varla við það kannast og segði sem svo, að hún gæti varla trúað því, að hún hefði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.