Menntamál - 01.08.1942, Blaðsíða 33

Menntamál - 01.08.1942, Blaðsíða 33
MENNTAMÁL 23 farið svona með setninguna. En hljóðneminn lætur ekki að sér hæða. Og það voru þúsundir, sem hlustuðu. Og það verð ég að segja, að mér finnst, að barnaskóla- börnin gætu með fullum rétti staðið frammi fyrir þessari víðförulu ungfrú og sagt sem svo: „Jæja, góða. Þú ert nú búin að heyra þessa setningu ótal sinnum, bæði í útvarpi og ræðum og sjá hana á prenti, og þú þykist kunna þetta kvæði. Samt gaztu afbakað hana svona. Og svo fellur þú í stafi yfir því, að við, sem erum börn og ekki nema hálfþroskuð, munum ef til vill ekki í svipinn, hvað Skarðsheiðin heitir, þótt foreldrar okkar og kennarar hafi sagt okkur það mörgum sinnum. Það er svo margt, sem flýgur gegnum okkar hálfþroskaða heila, ný áhrif, sem við verðum fyrir í dag, má það út, sem við heyrðum í gær, og svo erum við nú ekki svo ýkja gáfuð öll, en á því eigum við sjálf enga sök. En svo dettur þetta líka ef til vill upp úr okkur á morgun, og þá þekkjum við Skarðsheiðina mæta vel, rétt eins og þú kannt hend- ingarnar, sem þú afbakaðir.“ Ég hefi dvalið nokkuð við þetta útvarpserindi, en það er langt í frá, að það sé nokkuð einstakt í sinni röð. Og ég skal taka það fram, til þess að fyrirbyggja misskilning, að það sem ég hefi sagt, er ekki sprottið af neinum kala til þessarar stúlku, sem ég þekki ekki neitt. Ég geri ráð fyrir, að ummæli hennar hafi stafað af venjulegu hugs- unarleysi, en sjálfsagt engum illvilja, og þau eru vissulega engin nýlunda. Dómarnir um börnin heyrast hvaðanæva. Þau eru siðlausar skepnur og fáfræði þeirra fram úr hófi keyrandi og þar fram eftir götunum. Þannig er um þau talað allt of oft. Og þá er heldur engin ný bóla, þetta sem stúlkunni varð á, að rangt sé farið með vísur, ljóð rangfeðruð, mis- mæli í ræðu og riti og allskonar meinlokur. Það er auð- vitað allt saman ósköp leiðinlegt. Það er t. d. ekki skemmti- legt, að heyra lærða söngmenn syngja hið gullfagra ljóð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.