Menntamál - 01.08.1942, Qupperneq 35
MENNTAMÁL
25
Svona mætti lengi telja. Það mætti áreiðanlega rita
langa bók og tína saman allskonar rangar tilvitnanir, af-
bakanir, mismæli og meinlokur, og allt saman hjá full-
orðnum, þroskuðum og stundum hálærðum mönnum.
Mér er minnisstætt frá unglingsárum mínum, þegar
engum minna manni en norrænugarpinum og ritsnillingn-
um, Jóni heitnum Ólafssyni ritstjóra, varð það á í riti, að
tala um að kona hefði kvænzt. Jóni var bent á þetta, og
hann þóttist ekki ofgóður til þess að biðja afsökunar á
prenti. Hann gat ekki skilið, hvernig sér hefði getað orðið
þessi skyssa á. Ég man, að hann talaði um meinloku, og að
mig minnir ófullkomleika mannanna. Og það er einmitt
mergurinn málsins. Mannkindin er svo langt frá því að
vera fullkomin. Okkur getur öllum yfirsézt og orðið á,
rangminnt og misminnt, og það jafnvel þeim spökustu og
lærðustu, og hvernig í ósköpunum dettur fólki þá í hug,
að hálfþroskuð börn séu fullkomin og heimtar oft og ein-
att miklu meira af þeim en fullorðnum mönnum?
Og alveg hiö sama verður uppi á teningnum, þegar
litið er á framferði barnanna, eða hið svonefnda siðferði.
Er siðferði og framferði fullorðna fólksins kannske svo
miklu betra? Lærir fullorðna fólkið ef til vill ljótan munn-
söfnuð af börnunum? Eru það börnin, sem drekka brenni-
vín og láta það flæða yfir landið — en til drykkjuskaparins
álít ég fyrir mitt leyti að rekja megi mikið af þeirri marg-
umtöluðu siðspillingu æskulýðsins.
Fyrir nokkuð mörgum árum kom hér upp í höfuðstaðn-
um illræmt hneykslismál, eins og reyndar oftar. Það var
aldraður maður og sjálfur faðir, sem náð hafði á vald sitt
nokkrum 12—13 ára gömlum stúlkubörnum. Hafði hann,
eins og oft mun eiga sér stað í slíkum tilfellum, narrað þær
í fyrstu með því að gefa þeim sælgæti. Þetta geröist að
sumarlagi. Um veturinn komst það upp, að málið var
tekiö fyrir.