Menntamál - 01.08.1942, Page 37
MENNTAMAL
27
andi menn í höfuðstaðnum vita það, að skilyrðin fyrir
börnin hafa ekki skapast jafn ört og bærinn hefur vaxið.
En við megum ekki kenna börnunum um það, þótt þau
alist upp við ill og ófullkomin skilyrði. Þau eru að mínu
áliti jafnvel talsvert betri en við mætti búast. Flest þeirra
hygg ég að séu í rauninni beztu börn, eins og Reykvík-
ingar eru yfirleitt bezta fólk. Börnin hér i Reykjavik hafa
alla kosti og galla Reykvíkingsins. Þau eru hjálpfús og
greiðvikin, glaðlynd og fjörmikil, talsvert táp í þeim mörg-
um, langflest eru þau allra mestu mannsefni. Þau fara
stundum í snjókast á götunum, það er satt, og henda
jafnvel í fólk, en þau vantar líka leikvelli. Þau eru oft
hortug í tilsvörum og þeim hleypur fljótt kapp í kinn,
ef þau verða fyrir ónotum og taka þá stundum duglega
upp í sig, rétt eins og þegar fullorðna fólkið rífst t. d.
um pólitík, þar til annar aðili ber í borðið, ákallaf þann
neðsta og rýkur máske á dyr. Slíkt er ekki prúðmannlegt,
en þetta gerir fullorðna fólkið! Og svo er náttúrlega tals-
vert af börnum, sem snemma lenda út á glapstigu, oftast
af því að þau alast upp á spilltum drykkjumannaheimil-
um, eða þaðan af verra, og barnavernd bæjarins ekki
nægileg, enda skammt síðan hún var sett á laggirnar, og
hygg ég þó að hún hafi mikið gagn gert og bætt úr brýnni
þörf, og mörg börn eru ósköp fáfróð, þar sem heimilin
skeyta lítið um þau, og skólatíminn allt of skammur til
þess að bæta það upp. En það er vita gagnslaust að deila
á börnin og dæma þau fyrir allt þetta.
Vel veit ég, að Reykvíkingar, margir hverjir, hafa fullan
vilja á að bæta uppeldisskilyrði fyrir börnin og talsvert
hefur verið starfað í þeim tilgangi á síðari árum. Reyk-
víkingar hafa þá stundum sýnt það vissa daga ársins, t.
d. á sumardaginn fyrsta, að þeir eru fúsir til að opna
pyngju sína til hjálpar börnunum. Þann dag og marga
aðra daga, er fjársöfnun fer fram, bera Reykvíkingar
vissulega á sér aðalsmark Brands hins örva.