Menntamál - 01.08.1942, Page 39
MENNTAMÁL
29
hverfum stórborganna, þá erum við öll ein stór glæpa-
manna fjölskylda, því að börnin eru aðeins spegilmynd
af þjóðfélaginu. En því fer víðs fjarri, að mér detti neitt
þvílíkt í hug. Ég hefi haft mikið saman við börn að sælda
um langt árabil, bæði hér í höfuðstaðnum, og einnig haft
talsvert samband við börn í öllum landsfjórðungum, og
ég hefi sjaldan, líklega aldrei, kynnst barni, sem ég vildi
segja um, að væri reglulega vont barn.
Síðan ég hóf að skrifa þessar hugleiðingar, kom fyrir
mig dálítið atvik, sem ég get ekki stillt mig um að segja
frá, og vil ljúka með því máli mínu. Mér finnst það koma
til mín eins og svar, eða eins og framrétt hönd frá börn-
unum, af því að ég væri að reyna að taka málstað þeirra.
Ég mætti ungum, mannvænlegum pilti skammt frá
húsinu mínu. Hann sagði, að sig hefði lengi langað að
koma til mín, og andlit hans ljómaði af gleði, og hann
tók fast og innilega í hönd mér og sagðist hafa svo margs
góðs að minnast. Ég hefi sjaldan glaðst jafn mikið og
við þessa kveðju, og þó fann ég jafnframt til sárrar blygð-
unar. Hvað hafði ég svo sem gert fyrir þennan dreng?
Áreiðanlega allt of lítið. Hann hafði verið hjá mér í skóla
fyrir mörgum árum, tvo vetrartíma — og hann hafði verið
eitt af hinum svokölluðu vandræðabörnum. — Ég kæri
mig ekkert um að segja þá sögu. Nú er hann orðinn nýt-
ur maður við eina heiðarlegustu og gagnlegustu atvinnu-
grein þjóðfélagsins. Og hvað hafði ég svo fyrir hann gert?
Líklega gefið honum eitthvað af bókum og fleira smá-
vegis,sem hann vanhagaði um — og alltaf reynt að loka
ekki hjarta mínu fyrir honum, meðan ég hafði hann undir
höndum, á hverju sem gekk, og alltaf gert mér far um
að láta hann ekki finna annað en að ég tryði því, að ein-
hverntíma myndi togna úr honum og hann verða að manni.
fyrir þetta var hann að þakka. Mér virðist þetta dæmi
sýna ljóslega, hve börnum er samúð mikils virði, og hve
þau finna og muna, hvað að þeim snýr, og líklega ekki