Menntamál - 01.08.1942, Side 40
30
MENNTAMÁL
síður þau, sem talin eru alls vesöl og margir örvænta um.
Þetta veit ég að mjög margir vita og skilja og ýmsir auð-
vitað miklu betur en ég. En hinir eru þó allt of margir,
sem hættir við að gleyma því.
Ég hefi í þessu erindi aðallega átt við börnin í höfuð-
staönum, því að hér er ég kunnugust. En mér leikur samt
nokkur grunur á, að víðar sé pottur brotinn, og að víðar
hér á landi séu kveðnir upp ómildir og ranglátir dómar
um börn. En þjóð, er slíkt gerir, og snýr ekki frá þeirri
villu, hlýtur að vera „á vegi til grafar." En ég fyrir mitt
leyti vil alls ekki trúa því um hina íslenzku þjóð.
Elskum því börnin, en dæmum þau ekki og reynum að
bæta úr því, sem ábótavant er, þeim til handa, og gefa
þeim gott fordæmi. Þá munu þau launa okkur með því
að reynast okkar kynslóð fremri.
Ritstjóri „Menntamála" sá erindi þetta hjá mér og óskaði eftir að
birta það í ritinu. Vildi ég ekki skorast undan því, enda þótt erindið
væri samið til þess að koma fram á öðrum vettvangi. Ætlunin var
að flytja það í útvarp. En útvarpsráði þótti það of ádeilukennt. Mun
þó mörgum finnast, að svo oft hafi veriö sveigt að íslenzkum barna-
kennurum í útvarpserindum og kastað til þeirra hnútum, að sízt
væri að undra, þótt þolinmæði þeirra þryti að lokum, og þeir vildu
fá að leggja orð í belg. — Þess ber að geta. að síðan grein þessi var
rituð, hafa stórum aukizt vandamál, erfiðleikar og freistingar á vegi
íslenzkrar æsku, eftir að nýtt stórveldi tók að sér hervernd íslands,
og setulið frá tveim stórþjóðum fluttist til iandsins, Virðast ýmsir
forkólfar enn líta svo á, að bezta ráðið til þess að hjálpa æsku-
lýðnum séu umvandanir, reiðilestur og þrumuræður. Hafa þessháttar
lestrar stundum heyrst í útvarpinu. En gleðilegt er, að nú upp á
síðkastið hafa einnig heyrst raddir mætustu manna, þar sem mjög
kveður við annan tón, t. d. ávarp fræðslumálastjóra á sumardag-
inn fyrsta. Höf.