Menntamál - 01.08.1942, Page 46

Menntamál - 01.08.1942, Page 46
36 MENNTAMÁL llannes J. Jlagniísson: „Með lö «»11111 sk;il land byggja" Hinn frægi ameríski uppeldisfræðingur og skólafrömuð- ur, Booker Washington, segir i endurminningum sínum frá hefðarkonu einni, sem óafvitandi hafði mikil áhrif á líf hans og framtíð, og var það með þeim hætti, er nú skal greina: Þegar Booker var umkomulaus og fátækur svertingja- drengur, bar hann í brjósti óslökkvandi þrá til að afla sér þekkingar og menntunar, en til þess hafði hann fáa mögu- leika, og þó skorti hann umfram allt fé. Um þetta leyti heyrir hann getið hefðarkonu einnar, frú Ruffner, er greiddi verkafólki sínu hærra kaup en allir aðrir. En það fylgdi sögunni, að engin tylldi hjá henni nema stuttan tíma, og væri þá annað hvort rekinn eða hlypi sjálfur úr vistinni. En, hvers vegna? Vegna þess, að hefðarfrú þessi setti öllum verkamönnum sínum og þjónustufólki eitt skilyrði, — skilyrði, sem því nær eng- inn gat fullnægt til lengdar, og það var óaðfinnanleg vand- virkni, skyldurækni og trúmennska í smáu sem stóru. Undir þetta mikla próf gekk svo Booker litli Washing- ton einn góðan veðurdag, og réð sig í vist hjá frú Ruffner. Og hann stóðst þetta próf, sem reyndist honum upphaf hinnar miklu giftu hans. Löngu síðar, þegar hann er sjálfur orðinn forstöðumaður einnar hinnar merkustu uppeldis- og skólastofnunar, sem Ameríkumenn hafa eignast, lætur hann svo um mælt: „Það, sem ég lærði hjá frú Ruffner hefur orðið mér meira virði en öll sú þekk-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.