Menntamál - 01.08.1942, Qupperneq 48

Menntamál - 01.08.1942, Qupperneq 48
38 MENNTAMÁL nokkrum sinnum of seint í skólann, gleymi bókunum sín- um heima, eða þótt það brjóti einhverjar af hinum smærri reglum skólans, og þó, þegar dýpra er horft, getur þetta haft úrslitaþýðingu fyrir framtíð þess. Öll undanlátssemi í þessum efnum er upphaf hinna þöglu svika við hinar borgaralegu skyldur lífsins, sem er einn hinn hættulegasti þjóðfélagssjúkdómur, sem til er. Barn, sem fær óátalið að brjóta lög skólans, hvað eftir annað, verður hvorki góður skólaþegn eða þjóðfélagsþegn, ef að líkum lætur. Einn hinn nýjasti og fullkomnasti skóli Kaupmanna- hafnar er Katrinedalskólinn, sem stendur í einu úthverfi borgarinnar. Þegar ég kom í þennan skóla, fyrir nokkrum árum, var það að vísu margt, sem vakti þar athygli mína, en þó sérstaklega eitt: í hverri kennslustofu og hverjum gangi hékk spjald á veggnum með þessari áletrun: Hver hlutur á sínum stað. Ég hygg, að mér sé óhætt að fullyrða, að af öllum þeim skólum, sem ég kom í þetta vor, hafi þessi borið af í allri snyrtimennsku og reglusemi hið ytra að minnsta kosti. Hann var sannkallað musteri regluseminnar. Enginn skyldi þó ætla, að þetta hafi verið spjöldunum einum að þakka. Þau voru aðeins tákn þess anda, sem þarna ríkti, og það var hann, sem réð svip skólans, er var auðsjáan- lega stjórnað með sterkri hendi. Og sá andi, sem þarna bjó á bak við, var vissulega uppalandi og hverju barni hollur. Þegar komið er inn í skóla, þar sem hver hlutur er á sínum stað, eru miklar líkur fyrir því, að það sé góður skóli, þótt það megi enginn ætla, að hin ytri reglusemi ein sé nægileg sönnun þess. Það er gott og sjálfsagt, að hinir dauðu hlutir séu hver á sínum stað, en hitt er þó mörgum sinnum meira virði, að hinar lifandi sálir, sem þarna eiga að fræðast og mót- ast, tileinki sér dyggð, skyldurækni og trúmennsku í smáu sem stóru. Það er betri undirbúningur undir framtíðina,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.