Menntamál - 01.08.1942, Qupperneq 50

Menntamál - 01.08.1942, Qupperneq 50
40 MENNTAMÁL heim, og það getur vel orðið til þess, að barnið fari að læra betur. En hins vegar er það mjög hættulegt að gera sjálft námið að refsingu. Það er hætt við að slíkt nám verði hvorki þroskandi eða mannbætandi, enda mun þessu sjaldan vera beitt. Svipað má segja um einkunnir í reglu- semi. Þær munu í fyrsta lagi harla oft vera ónákvæmar, og í öðru lagi, munu þær tæplega búa yfir nokkrum siðrænum uppeldisáhrifum frekar en aðrar einkunna- gjafir. Það mun álit margra, sem um uppeldismál hugsa af alvöru, að sjaldan hafi verið meiri þörf en nú, að veita inn í heimilin og skólana, inn í þjóðaruppeldið, einhverjum þeim straumum, sem komið gæti meira jafnvægi á íslenzka æsku, og gefið henni nokkru meiri festu en hún virðist nú eiga yfir að ráða. Það hefur hér að framan verið vikið að einu atriði, sem skólarnir gætu ef til vill lagt ríkari áherzlu á hér eftir en hingað til, atriði, sem vissulega gæti orðið snar þáttur í heilbrigðu uppeldi ungra karla og kvenna. Benda mætti á marga fleiri þætti, en það verður ekki gert í þetta skipti. En svo alvarlegar veilur hafa nú komið fram í skaphöfn íslenzkrar æsku á síðustu tímum, að eigi má undir höfuð leggjast að leita orsaka þeirra, og bæta úr, ef unnt er. Skólarnir mega ekkert tækifæri láta ónotað, er þeim gefst til að gera skólanámið og skólalífið meir uppalandi en hin almenna, fyrirskipaða fræðsla gef- ur tilefni til, því: „Hvað er list og lærdómsþvaður, lær- irðu ekki að verða maður“. Þann hvíta galdur þyrftum við kennarar að geta numið, og kennt öðrum, og einn stafurinn í þeim miklu rúnum er áreiðanlega sá, að kenna börnunum aö gera ætíð skyldu sína. 1, nóv. 1941.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.