Menntamál - 01.08.1942, Page 51

Menntamál - 01.08.1942, Page 51
MENNTAMÁL 41 JIarln<i JL. SlotáiiHson: Iiiiuiiilaiicls iiám§ferð!r kennara íslenzkir barnakennarar munu flestir á einu máli um það, að hagnýt menntun þeirra til starfs síns hafi til skamms tíma, að minnsta kosti, verið ónóg, þótt lokið væri hinu lögboðna kennaraprófi. Því hafa margir þeirra aukið þekkingu sína og tækni, annað hvort áður en þeir hófu störf fyrir alvöru eða síðar. Þeir hafa gert það bæði með námsferðum til útlanda og með því að sækja námskeið og sýningar innan lands, sem varðað hafa störf þeirra. Með þessu hafa barnakennararnir sýnt, að þeir vilja vera vel undir starfið búnir. Þeir vilja, ef þess er kostur, mennta sig betur en ríkisvaldið krefst af þeim. Og þeir skilja þörfina á að endurnýja sig eftir margra ára starf. Ríkið hefur líka viðurkennt að nokkru leyti þessa menntavið- leitni kennaranna með því að styrkja lítilsháttar utan- ferðir sumra þeirra og einnig með styrk til kennaranám- skeiöa og sýninga hér heima. En hvernig er ástatt um þessi mál nú? Leiðirnar til útlanda mega heita lokaðar Til Norður- landanna kemst enginn, en þangað fóru kennarar mest. Til Englands og Ameríku er erfitt og verður ef til vill ómögulegt að komast í þess háttar erindum. Það eru því litlar líkur til, að kennarar geti sótt aukna þekkingu til annarra landa nú fyrst um sinn. Hvernig á þá að bæta kennurum upp þessa innilokun? Það veröur gert með námskeiðum, sem haldin verða víða um landið og þar beitt fyrir beztu, innlendum kennslu-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.