Menntamál - 01.08.1942, Síða 53

Menntamál - 01.08.1942, Síða 53
MENNTAMÁL 43 Ríkið lagði fram ofurlítinn styrk árlega til utanfara kennara, áður en stríðið hófst. Það virðist því sanngjarnt, að það styrki kennara til innanlands námsferða nú, af því að leiðirnar til útlanda eru að mestu lokaðar, ekki með sömu, heldur nokkru hærri upphæð. Kennarar myndu kunna að meta þann styrk og ávextir sjást í lífrænna og fjölskrúðugra starfi þeirra. €ri*ímiir Ciirímssoii fyrrum skólastjóri í Ólafs- firði varð sextugur 15. janú- ar s. 1. — Grímur fékk fyrst menntun sína á Akureyri, tók hann þar gagnfræðapróf ár- ið 1904 með fyrstu einkun. Árið 1906 tók hann kennara- próf úr Flensborg og hóf síð- an kennslu í Ólafsfirði. Árið 1913 fór hann utan til frek- ara náms, dvaldi í lýðháskól- anum í Voss 1913—1914 og feröaðist svo um sumarið um Norðurlöndin þrjú, Danmörk, Noreg og Svíþjóð. Kennslu hélt hann svo áfram í Ólafs- firði þar til árið 1934, en þá varð hann að láta af kennslu sökum heyrnarbilunar. Grímur var einkar vinsæll í starfi sínu og var honum sýndur ýmiss vináttu- og virðingarvott- ur, bæði af nemendum hans og vinum. Grímur Grímsson

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.