Menntamál - 01.08.1942, Síða 55

Menntamál - 01.08.1942, Síða 55
MENNTAMÁL 45 IIDiðvcv Sigurðsso*: íslenzkar nám^bækur Þótt Ríkisútgáfa námsbóka hafi nú starfað um nokk- urt skeið, hefir lítið verið um hana ritað eða bækur þær, sem hún gefur út. Mig langar nú til að fara nokkrum orðum um nokkrar þær bækur, sem Ríkisútgáfan gefur út og fær oss kenn- urum og nemendum í hendur. Ef til vill gæti það orðið til þess, að fleiri létu sitt álit í ljós og segðu kost og löst á bókunum, ef verða mætti höfundum og útgáfustjórn til leiöbeiningar. Fyrst ber þá að athuga, hvaða sjónarmiði fylgt er við samningu bókar, og jafnframt hvaða sjónarmiði bæri að fylgja, og þvi næst, hvernig höfundi tekst að fylgja því sjónarmiði, sem hann hefir valið sér. Því ber sízt að neita, að mest öll kennsla í skólum vor- um, og þá auðvitað líka kennslubækurnar, miðast frem- ur við námsefnið en nemandann. í fyrsta lagi er keppst við að troða sem mestu námsefni inn í nemendurna og helzt jafnt í alla, án þess að líta á, hvort þeim sé það vænlegt til þroska eður eigi. Þannig fer oss eins og þeirri húsmóður, sem gefur öllu sínu fólki sama matarskammt, með það aðalsjónarmið að eyða matnum, en hirðir lítt um það, þótt sumir séu vanhaldnir, en aðrir ofhaldnir, og minna þó um hitt, hvort fæðan hafi þau næringarefni, sem hver og einn þarfnast. í öðru lagi er svo þessu námsefni ýmist raðað niður af algerðu handahófi, eða þegar bezt lætur er því skipað í kerfi eftir því, sem eðlileg röð þess virðist benda til, en

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.