Menntamál - 01.08.1942, Síða 56

Menntamál - 01.08.1942, Síða 56
46 MENNTAMÁL ekkert um það hirt, hvað hentar sálarlífi nemandans. Því fer nefnilega mjög fjarri, að börnum sé ávalt eðli- legast að byrja að læra það, sem fljótt á litið virðist vera undirstaða námsgreinanna, og mun ég koma að því síðar. Þar eð nú fæstir þeirra, sem rita kennslubækur vorar, munu vera kunnugir rannsóknum hér að lútandi, verður oftast að láta sér nægja og allvel líka, að bækurnar séu þannig ritaðar, að efnið sé skýrt og skipulega sett fram og eftir föngum tengt áhugamálum nemendanna. Þetta mun nú orðinn nógu langur formáli, og skal nú snúið sér að efninu, sem sé sjálfum bókunum. Námsbækur á móðurmáli. Lengi vel töldu flestir eðlilegast að byrja lestrarkennslu með því að kenna börnum að þekkja nöfn bókstafanna og því næst að raða þeim saman í orð. Síðar fundu menn það út, að eiginlega væri villandi að kenna börnunum fyrst heiti bókstafsins, þar eð það drægi athyglina frá því, sem bókstafurinn raunverulega ætti að merkja. Þá var þessi aðferð endurbætt á þann hátt, að sjónmynd bókstafsins var í vitund barnsins tengd hugtaki þess hljóðs, sem hún átti að tákna, með því að setja hana í sem fast- ast samband við þau hljóð, sem barnið þekkti úr umhverfi sínu. Þetta er hin svonefnda hljóðaðferð. En jafnframt komu aðrir með þá kenningu, sem reist er á merkum rökum og rannsóknum, að barninu sé eiginlegast að læra fyrst að þekkja orðmyndirnar og væri þannig byggt á þeirri þekk- ingu, er barnið býr yfir, sem er hið talaða orð. Út frá þeirri þekkingu lærðu þau síðan að leysa orðmyndirnar upp í bókstafi og hið talaða orð í hljóð. Hvort sem lestrarkennslan byrjar nú á hljóðaðferðinni eða hinni síðarnefndu, ber nú raunar alveg að sama brunni. Hverjum þeim manni, sem læs vill kallast, er jafn nauðsynlegt að þekkja allar algengustu orðmyndirnar

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.