Menntamál - 01.08.1942, Side 57

Menntamál - 01.08.1942, Side 57
MENNTAMÁL 47 og jafnframt að vera leikinn í að byggja upp orð, eða draga sama hljóðin og hina sýnuegu mynd þeirra, bók- stafina, i eina heild. Þetta hvort tveggja æfist líka jafnhliða, þegar lestrar- námið er komið nokkuð á veg. Litla gula hænan og Gagn og gaman eru byrjendabækur, sem miðast hvor við sína aðferð og verða báðar að teljast sæmilegar hvor á sínu sviði. Af þeim ástæðum, sem ég hef nefnt, eru þær heppilegar til að kenna þær, jafnvel samhliða. Það verður að fara eftir byrjunaraðferðum kennarans, hvort hann lætur börnin læra fyrst. Ég tel seinni útgáfuna af Gagni og gamni allmikið betri en þá fyrri. Aðalmunurinn er sá, að i seinni útgáfunni er minna um stóra stafi. En börnin eru næmari á séreinkenni litlu stafanna en þeirra stóru og einnig fljótari að þekkja orð- myndir, sem gerðar eru úr litlum stöfum en stórum. En stór galli er það í slíkri bók, að stórt I og lítið 1 skuli vera eins. Þá tel ég leskaflana í seinni hluta bókarinnar og þunga. og hefur mér gefist vel að láta börnin ekki lesa þá fyr en að loknum lestri „Litlu gulu hænunnar“, þótt annars sé byrjað á „Gagni og gamni“. Um „Litlu gulu hænuna" er það hins vegar að segja, að þótt hún sé að flestu leyti góð, er of mikið útlenzkubragð að efni hennar. Sögurnar þyrftu að vera meira úr hug- myndaheimi íslenzkra barna. Vinsældir hennar meðal barna byggjast á því, að orðaforði og stílsmáti er við barna hæfi. Þegar börnin hafa nú lesið þessar tvær bækur, munu flest þeirra, sem eru sæmilega greind, þekkja bókstafina og hljóð þeirra, hafa fengið nokkra leikni í að mynda orðin úr bókstöfum og þekkja nokkrar orðamyndir. Þá er börnunum nauðsynlegt að fá mikið af léttu lesefni, svo að þeim gefist kostur á að auka tækni sína á hinum tveim sviðum lestrarnámsins, sem ég hef nefnt, jafnframt því sem brátt þarf að leggja áherzlu á beitingu raddarinnar.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.