Menntamál - 01.08.1942, Page 58
48
MENNTAMÁL
Á þessu stigi veitir Ríkisútgáfan eiginlega litla úrlausn.
Þegar frá er skilin lesbókin „Ungi litli“, eftir Steingrím
Arason, er algerð eyða fyrir þetta stig lestrarnámsins.
Pyrsti flokkur lestrarbókanna er of þungur fyrir þessi
börn.
Annars er það svo um lestrarbækurnar, að þótt í þeim
sé allmikið af góðu lesefni, reyndar mjög misjafnlega
góðu, og enginn beri brigður á málsmekk safnandans,
þá er því efni mjög fljótlega saman safnað.
Það hefði verið æskilegra, að verkið hefði verið unnið
af kennara, sem vanur var að kenna börnum lestur. Víða
er mikil viðleitni í þá átt að hafa lesefnið fræðandi og er
aldrei nema gott um það að segja. En vandfarið er með
þau tvö sjónarmið í lesbókum byrjenda: að hafá lesefnið
bæði fræðandi og við barna hæfi. Sárafáir kunna þeim
tveim herrum að þjóna, svo að vel sé.
Ég vil nú nokkrum orðum minnast á lesefni, sem að
nokkru leyti getur fyllt þessa eyðu. Skal þá fyrst minnast
á mínútuspjöld Snorra Sigfússonar. Mér virðist, að þeim
hafi oflítill gaumur verið gefinn og því sjónarmiði, sem
fylgt er við samningu þeirra. Mínútuspjöldin hafa þann
mikla kost, að efni þeirra flestra er úr hugmyndaheimi
barna og orðaforðinn við þeirra hæfi. Annar höfuðkostur
þeirra er formið. Börnunum er ætlað að lesa spjöldin oft
yfir eða þar til þau ljúka spjaldinu á einni mínútu, en
við þetta festast orðmyndirnar mjög vel i minni barn-
anna. Þá má ekki gleyma því, hve mjög þetta æfir góðar
augnhreyfingar barna við lesturinn.
En galli er það á spjöldunum, hve flausturslega er frá
þeim gengið og mál þeirra jafnvel ekki ávallt nógu vandað.
Þá vil ég nefna „Bernskumál“, eftir Egil Þórláksson.
Sú bók ber það með sér, að hún er byggð á reynsluþekk-
ingu góðs kennara. Þar hefir tekist vel að koma átthaga-
fræði fyrir í skemmtilegu lesmáli fyrir börn. En þessi bók