Menntamál - 01.08.1942, Síða 60

Menntamál - 01.08.1942, Síða 60
50 MENNTAMÁL börnin þekki frá einhverju „fyrra tilverustigi" kenni- myndir sagna. Málfræði barnaskólanna á fyrst og fremst að vera und- irstaða réttrar notkunar alþýðunnar á hinu talaða orði. En nú er hún helzt miðuð við það að vera byrjun æðra náms. Slík málfræði þyrfti að byggjast á rannsóknum á því, í hverju hinu talaða máli almennings er mest ábótavant, og miðast síðan við að kenna börnum það, sem kalla mætti rök tungunnar. Það er t. d. ekki nóg að kenna börn- um mismun fallmyndanna. Þau þurfa líka að læra merk- ingamun fallanna. En að semja slíka bók við barna hæfi er mikið vanda- verk. Ég mun nú láta staðar numið fyrst um sinn. Þótt grein þessi sé ef til vill orðin nógu löng, er þó aðeins stiklað á stóru punktunum. Verið getur, að ég sendi Menntamálum síðar nokkrar athugasemdir við aðrar námsbækur, ef ekki verða aðrir til þess. Oss er höfuðnauðsyn að ræða um námsbækurnar og spara ekki réttmæta gagnrýni. Námsbækurnar eru ekki einkamál höfundanna eða út- gáfustjórnar, heldur mál allrar þjóðarinnar.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.