Menntamál - 01.08.1942, Page 62

Menntamál - 01.08.1942, Page 62
52 MENNTAMÁL stofnuð hér á landi, og hafa á þessu tímabili verið stofn- aðar 116 barnastúkur, en af þeim eru nú 52 starfandi víðsvegar um land og munu félagar þeirra samtals vera 4600. Er þetta því hinn fjölmennasti barnafélagsskapur hér á landi. Þótt félagsskap þessum sé einkum ætlað það hlutverk að vinna á móti eiturnautnum barna og unglinga, og yfirleitt reyna að koma í veg fyrir útbreiðslu þeirra, þá er hann þó í eðli sínu alhliða uppeldisfélagsskapur, er býr yfir miklum möguleikum til að verða ungu fólki hollur skóli. Hins er þó eigi að dyljast, að þegar hafin var skipuleg barátta á móti áfengisbölinu á alþjóðlegum grundvelli með stofnun Góðtemplarareglunnar, var frum- herjum hennar það ljóst, að meðal barnanna og ungling- anna hlaut að bíða hennar mikið verkefni, og í gegnum æskuna hlyti sú leið að liggja, er fæli í sér lausn þessa mikla, alþjóðlega vandamáls. Því var unglingareglan stofnuð tveim árum síðar. í 55 ár hefur þessi félagsskapur starfað meðal íslenzkra barna og unglinga, og ég er dálítið hissa á því, að hann skuli ekki hafa verið tekinn í þjónustu hins almenna uppeldis meir en raun ber vitni um, því að til þess er hann vel fallinn, og þótt gagn hans á undanförnum ára- tugum verði tæplega sannað með nokkrum tölum má þó fullyrða, að hann hefur orðið hundruðum og þúsundum ungra manna til blessunar. Fyrir áhrif hans hafa ótelj- andi ungir menn orðið bindindismenn ævilangt. En unglingareglan gerir meira en að ala ungt fólk upp til bindindissemi. Hún er sá skóli, er veitir meiri félags- legan þroska en flest önnur félög sem ég þekki, og síðast en ekki sízt býr hún yfir sterkum siðrænum áhrifum. Þótt bygging og félagsform unglingareglunnar sé mikl- um mun einfaldara en á hinum æðri stigum Reglunnar, er barnastúkustarfið þó svo margþætt, að það gefur ótrú- lega mörg tækifæri til starfa og margskonar þjálfunar.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.