Menntamál - 01.08.1942, Page 65

Menntamál - 01.08.1942, Page 65
MENNTAMÁL 55 A ¥Íð og- dreff Útvarpskennsla. Eftirfarandi tillaga var samþykkt á að'alfundi Kennarafélags Suður- Þingeyinga 9. júní 1942: Aðalfundur Knf. S.-Þing. lýsir yfir því, að hann teldi æskilegt, að stjórn S. í. B. gengist fyrir því, að valdir kennarar yrðu fengnir til þess að hafa kennslu barna um hönd í útvarpstimum. Gæti það orðið nokkur stuðningur fyrir kennara og foreldra barna úti um land að hlusta á slíka kennslu. Sig. Gunnarsson. Húsmæðraskólinn nýi í Reykjavík hefur nú lokið fyrsta starfsári. Forstöðukona er frk. Hulda Stefánsdóttir. Námsstjórarnir hafa lokið störfum fyrir skólaárið 1941—1942. Á öðrum stað í rit- inu er skýrsla um störf þeirra. Fréttir frá barnaskólanum á Eskifirði. Skólinn hefur starfað að undanförnu í 10 mánuði, en nú á þessu ári var starfstími hans styttur um einn mánuð. 112 börn stunduöu nám í skólanum síðastliðið starfsár, þar af útskrifuðust 15 nú í vor. Hver kennsludagur hófst með þvi, að kennarar og þau börn, sem dvöldu í skólanum fyrir hádegi, komu saman í einni kennslustofunni. Lásu þá bömin upp valin kvæði og sungu sálma og ljóð. Síðasta kennsludag fyrir jól komu börn og kennarar saman í leik- fimisal skólans, var þá lesið upp, sagðar sögur og sungið. Jólablær hvíldi yfir samkomunni. Síðasta kennsludag fór fram leikfimisýning fyrir foreldra. Á sumardaginn fyrsta fóru börnin í skrúðgöngu um kauptúnið, undir bekkjarfánum og íslenzkum fánum. Staðnæmst var við barna- skólann, þar flutti skólastjóri ávarp til foreldra og annarra við- staddra. 30. apríl fóru franr skólalausnir; þá fór einnig fram sýning á skólavinnu barnanna. Margir foreldrar mættu við skólaslit og á sýningunni.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.