Menntamál - 01.08.1942, Qupperneq 67

Menntamál - 01.08.1942, Qupperneq 67
MENNTAMÁL 57 borgarinnar. Kerfið er orðið flókið og borið hefur við, að börn hafi smogið í gegnum möskvana og hvergi komið fram til skólanáms heilt skólaár. Starfssvið fræðslumálaskrifstofu Reykjavíkur væri að styðja skólana í öllu starfi út á við og hafa með höndum færslu barna milli skólahverfa, auk annars eftirlits. Sumardvalarnefnd barna hefur starfað í Reykjavík og fleiri bæjum í vor og sumar. Mun starfið hafa gengið greiðlegar nú en í fyrra, en þá komu ýmsir ann- markar og erfiðleikar í ljós, við þessa fyrstu stóru tilraun að koma kaupstaðarbörnum í sveit. Unglingavinna. Síðan styrjöldin hófst, og einkum eftir hernám landsins, hefur mjög verið seilst eftir unglingum til starfa. í Reykjavík vantar sí- fellt sendisveina. en margir skóladrengir fara beint frá fullnaðar- prófinu í setuliðsvinnu og fá þar hátt kaup. En öllum þeim, sem kunnugir eru starfsbrögðum í setuliðsvinnunni, ber saman um, að þar sé megn siðspilling í vinnuháttum. Yfirmenn, erlendir og inn- lendir, fá goldnar prósentur af fé því, sem eytt er til vinnunnar, án þess litið sé á afköst; þeirra hagur er því sá, að eytt sé miklu fé í þessu skyni. Verkamenn hafa hinsvegar lélegar eða engar fyrir- skipanir um vinnu, hálfa og heila daga, — þykjast oft vinna, en vinna ekki, dæmi munu jafnvel til þess, að menn hafi látið skrá- setja sig í vinnuna að morgni, en horfið síðan á brott og dvalið tímum saman annarsstaðar, komið síðan til að láta afskrá sig að kvöldi. Bílstjórar hafa leikið það, að hafa 24 klst. vinnu á sólarhring, sem sagt skotist heim í vinnutímanum og sofið nokkrar klukku- stundir, án þess að eftirlitsmenn skeyttu því hið minnsta eða veittu því athygli. Þegar unglingar, sem í fyrsta skipti taka upp vinnu með fullorðnum mönnum, komast í slíkt umhverfi, þar sem hátt kaup er í boði, en hinsvegar áhugaleysi, ábyrgðarleysi og takmarks- leysi ríkjandi, má ljóst vera, að siðferðisgrundvöllurinn undir starfi þeirra er ótraustur eins og einnar nætur ís. The Schoolmaster, blað enskra kennara, birti nýlega tveggja síðu grein um ísland. Var þar í stuttu máli rakin saga íslands, minnst á þingsöguna, og nokkuð greint frá landslagi og þjóðháttum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.