Menntamál - 01.08.1942, Page 70

Menntamál - 01.08.1942, Page 70
60 MENNTAMÁL Kosning í stjórn S. í. B. Kjörnir hafa verið í sambandsstjórn fyrir næsta kjörtímabil: Sigurður Thorlacius (endurkosinn), Aðalsteinn Sigmundsson (end- urkosinn), Arngrímur Kristjánsson (endurk.) Gunnar M. Magnúss endurk.), Pálmi Jósefsson (endurk.), Ingimar Jóhannesson (nýr), Jónas B. Jónsson (nýr). — Þess skal getið, að Guðjón Guðjónsson baðst undan endurkosningu, en hann hefur átt sæti í sambands- stjórn um 20 ára skeið. Norsk flóttabörn á íslandi. Allmörg norsk flóttabörn hafa komið með aðstandendum sínum hingað til lands sökum styrjaldarástandsins í Noregi. í Reykjavík hefur norskur prestur haldið uppi kennslu í sumar fyrir norsk börn. Húsnæði hefur hann haft í Austurbæjarskólanum. Ávarpið til norsku kennarastéttarinnar frá ísl. kennurum, sem birt er í þessu hefti, vakti mikla gleði meðal forráðamanna Norðmanna hér á landi. Efni þess var samstundis símað til Englands og síðan lesið í norska útvarpstímanum. Sendiherra Norðmanna hér lét þau orð falla, að bók- fellið með vinarkveðjunni myndi hann geyma sem kjörgrip, þar til friður kæmist á og hægt væri að skila honum til réttra hlutaðeigenda Innanlands námsferðir. Ritstjórinn vill sérstaklega vekja athygli á hugmynd Marinós L. Stefánssonar um innanlands námsferðir kennara. Kennarafélag Eyja- fjarðar hefur einnig samþykkt tillögu, sem stefnir í þessa átt. Væri vel, ef hægt væri strax á næsta ári að hefja slíkar náms- og hress- ingar ferðalög. Saga alþýðufræðslunnar. Nokkrir kaupendur Menntamála hafa pantað Sögu alþýðufræðsl- unnar. Kaupendur M.m. fá ritið með góðum kjörum, 8,00 kr. heft og 10,00 kr. bundið. Má teljast nauðsynlegt fyrir hvern kennara að hafa í bókasafni sínu þetta eina heimildarrit um alþýðufræðsluna í land- inu á liðnum tímum. Dráttur hefur enn orðið á útkomu þessa heftis. Væntanlega verður hægt að koma öllum árganginum út fyrir áramót. Næsta hefti verður aðallega

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.