Menntamál - 01.08.1942, Page 72
62
MENNTAMÁL
en þar með fylgir allt, sem Menntamálum tilheyrir. Sambandið er hús-
næöislaust sem stendur og geymir allt sitt í litlu kjallaraherbergi, þar
sem öllu er staflað saman til bráðabirgða. Væntanlega fær sambandið
og Menntamál húsnæði í haust. Verður þá komið lagi á afgreiðsluna.
Þetta eru menn beðnir að hafa í huga. ,
Fréttir frá skólastarfsemi.
Sendið íitinu fréttir frá starfseminni. Slíkir pistlar eru bæði til
uppörfunar og fróðleiks.
400 ár
eru liðin síðan gefin var út fyrsta fyrirskipun um stofnun barna-
skóla á íslandi. Það var árið 1542. Skyldi þá stofna barnaskóla á
þremur klaustrum í umdæmi Skálholtsbiskups. En framkvæmdir uiöu
engar. Eigi að síður er vert að minnast þessa ártals.
200 ár
eru liðin síðan „Ponti“, (Sannleikui' guðfræðslunnar) var prentaður
í fyrsta sinn í Kaupmannahöfn 1742. „Ponti' var fyrsta barnalærdóms-
kver, sem notað var hér á landi.
100 ár.
Það var árið 1842, sem Jón Sigurðsson ritaði skólamálatillögur í
„Ný félagsrit". Það eru því 100 ár liðin síðan.
50 ár.
í ár er hálf öld liðin síðan kennaradeild var stofnuð við Plensborgar-
skólann. Þann 1. febrúar 1892 gaf landshöfðingi út „Reglugerö fyrir
kennarakennslu við alþýðu- og gagnfræðaskólann í Plensborg". Vor-
námskeiðið 1892 sóttu 5 nemendur og tóku próf. Þessir fimm eru því
þeir fyrstu, sem kennarapróf tóku hér á landi. Þeir voru: Guð-
mundur Bjarnason, Sigfús Jóh. Daníelsson, Tómas Jónsson, Elísabet A.
Guömundsdóttir, Magnús Magnússon.
Sænskir alþýðuskólar 100 ára.
Svíar halda um þessar mundir 100 ára afmæli alþýðufræöslunnar
og alþýðuslcólanna þar í landi. Það var 18. júní 1842, sem konungur
gaf út tilskipun um aimenna barnafræðslu, þar sem stofna skyldi
skóla í hverri sókn og skyldi viðurkenndur kennari starfa í hverju
byggðarlagi. Svíar hafa gefið út hátíðarrit í tilefni þessa merka afmælis.