Menntamál - 01.12.1943, Síða 3

Menntamál - 01.12.1943, Síða 3
Menntamál Agúst—desember XVI. ár. 1943 lijurn Sigf ilssun : S;i£:m og börnin (Brot úr erindi, fluttu á kennaraþingi 21 júlí 1943). „Segðu okkur sögu“ — er orðtak barna. Það minnir okkur á þreföld sannindi, sem oft eru vanrækt. En þau sannindi má segja sem einfaldast þannig: 1. Börn hneigjast ákaft að sögum og sögunni. 2. Sagan er eltki um nútíðarmenn, sagan er ekki annað en forfeðurnir upprisnir — með það, sem þeir höfðu á höndum og í, framleiðsluhætti sína, arðskipting og annað, sem vart verður skilið frá líkama þeirra né þjóðlíkama þá- tíðarinnar. 3. Börn okkar eru ekki, nema a. n. 1., við nútíðarmenn endurbornir, þau eru forfeöurnir endurbornir. Einföld ályktun leiðir aftur af þessu, að fyrst börn okk- ar eru forfeðurnir, eru þau líka hin endurrisna saga. Þess vegna geta þau unnað sögunni heitar en við. Þegar strákar, sem þekkja til Njálu, þykjast vera Gunn- ar og Kári og berjast með prikum því til staðfestingar, er það sannara en margan grunar. Sagan endurtekst þar í smámynd, svo sannarlega sem blóðdropar frá Gunnari og Kára eöa kyni þeirra eru í strákunum, eins og telja má víst. Gamla eðlið fær að njóta sín ofurlítiö í prikabardaga. Við þá útrás vakna stundum til lífs og meðvitundar enn fleiri og æðri eiginleikar, sem Njála eignar þessum hetj- um og voru vissulega eiginleikar margra forfeðranna. Er þá ímyndun strákanna eins mikil blekking og virðist, að enn séu þar Gunnar og Kári að skylmast, æfa fornmanns- eiginleika sína til þátttöku í bardaga lífsins? 4

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.