Menntamál - 01.12.1943, Side 8

Menntamál - 01.12.1943, Side 8
54 MENNTAMÁL Eftir siðskiptin finnst okkur falla yfir nótt, endalaus heimskautsvetur. Þegar Ólafur bóndi Tómásson lýkur kvæðinu um Jón biskup Arason, fóstra sinn, afsakar hann það, sem ávant sé, — ,,því valda fjúkin feiknarlig og frostin um bjarnar nótt“. — Það var þjóðinni björg um þá bjarnar- nótt, vetur, að geta skriðið í híði sitt og lifað þar af dvala- tímann, en utan við voru feiknarleg fjúkin og frostin, einnig hin andlegu frost rétttrúnaðartímans, 30 ára stríös, galdraofsókna. Við þekkjum ævi Hallgríms Péturssonar, þrautina að vera þurfamaður þrælanna í Hr'aununum, án þess að deyja andlegum dauða, þekkjum afrek hans í Saur- bæ, meðan hann var bjargálna og ekki orðinn farlama, en okkur finnst það vera svartnættið á þeirri tíð, sem gerir ljós hans svo undrabjart. Ég vil sízt neita bjartleik þess ljóss, þó að dagsbirta, sem var hér raunar á Hallgríms tímum, deyfi það svo í mínum augum, að mér verði jafnvel starsýnna á suma fyrirrennara Hallgríms og trúi því, að öldin næst eftir siðskiptin eigi fleiri námsbókarefni i menningarsögu eða almennri sögu en hann. Ég veit ekki, hvort kennarar hafa gefið því gaum, hverrar stéttar Hallgrímur varð þarna í Hraununum, hlutskiptið varð líkast farkennarastarfi, en síður líkt prestsstöðu fyrir siðskipti eða á okkar dögum. Siðskiptin framleiddu hér öreigaprestana, bundna fjöl- skylduböndum og með barnafræðslu að einu helzta starfi, en annars prédikandi og yrkjandi eins og mest þeir máttu í mótmælendatrúarnafni. Þessarar tegundar menningar- berar á síðari hluta 16. aldar eru sóknarprestarnir inn af Skjálfanda tveim megin fljóts, Einar Sigurðsson í Nesi og Sigfús Köldukinnarprestur Guðmundsson, báðir glögg dæmi og nægilega ólíkir aldarfulltrúar. Annar kunni ekki vel að beygja sig fyrir röftum í bæj- argöngum né heldri mönnum og kvað, þegar hann kom að brauði sínu ungur með barnahóp sinn:

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.