Menntamál - 01.12.1943, Blaðsíða 30

Menntamál - 01.12.1943, Blaðsíða 30
76 MENNTAMÁL bóndans, sem honum er þessi ráðahagur þvert um geð, heldur af hinu, að faðir hennar er heimatrúboðsmaður, telur sig frelsaðan og er þá um leið mjög trúaður á helvíti. Óðalsbóndinn vill ekki sjá tengdadóttur, sem ekki hefur sömu trú og hann, enda gerir hann auðsjáanlega ráð fyrir, að stúlkan sé sama sinnis og i'aöir hennar. Drengurinn fer nú samt og ætlar að tala við föður stúlk- unnar, en skóarinn vill ekki tengdason, sem ekki er frels- aður og rekur piltinn á dyr. Það þykir óðalsbóndanum fjandi hart og fer nú með syni sínum til að tala við þann frelsaða. Þeir lenda í hörku rifrildi um guð og helvíti, en ekki fæst nein lausn í ástamálunum. Skóarinn biður þess innilega, að guð vildi opna hjarta hins villuráfandi Grundt- vigssinna. Og þegar það fréttist, að tengdadóttir óðalsbónd- ans sé orðin veik — en hún var vanfær, óskar hann þess jafnvel, að hún deyi, ef það væri guðs vilji að beygja þann- ig hinn stolta og stríðlynda bónda, með því að láta hann verða fyrir slíkri sorg, svo hann mætti iðrast og frelsast. Hann gleymir samt hógværðinni í guði stundarkorn, því að bóndinn lemur hann fyrir þessi ummæli, reiðist og talar eins og hann væri ekki frelsaður. Þeir feðgar snúa nú heim og er sonurinn all vondauf- ur, en faðir hans segir honum, að hann þurfi ekki að ótt- ast, þetta komi allt af sjálfu sér. Þegar heim kemur er læknirinn þar staddur og konan milli heims og helju. Tíminn líður og allir berjast milli vonar og ótta. Gamli maöurinn leitar styrks í trúnni og bæninni, en tími krafta- verkanna er liðinn, segir hann, og honum virðist ekkert geta hjálpað nema kraftaverk. Geðveiki sonurinn er gerður í leikritinu að fulltrúa krist- indómsins, ekki neinnar sérstakrar stefnu, heldur trúar- innar, eins og maður gæti hugsað sér að sjálfur höfundur hennar hefði flutt hana. Eigi að síður er tal hans allt tví- rætt og torskilið eins og véfréttirnar forðum. Hann virðist og sjá sýnir, vita fyrir óorðna hluti, kveðst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.