Menntamál - 01.12.1943, Page 55

Menntamál - 01.12.1943, Page 55
MENNTAMÁL 101 og siðferðilegs efnis. En dagfar hans sjálfs var bezta kennslan. Sigurður var góður söngmaður og ágætlega skáldmæltur. Hann var maður þéttur á velli og þéttur í lund. Engihlíð er eins og hreiður niður á Blöndubakkanum. Sigurður komst þaðan aldrei, þó enginn gæti efað, að hann hefði raunar vængjastyrk til að ná yfir fjöllin. En heima sat hann — og sannaðist sorglega á honum hið fornkveðna: Hugur einn þat veit es býr hjarta nær, einn es hann sér of sefa; öng es sótt verri hvern snotrum manni en sér öngu at una. Hinn 29. apríl braut hann ráðnum huga innsigli dauðans. Hljóðir og harmandi stóðu menn yfir moldum hans, en allir óskuðu honum miskunnar og friðar. Guð huggi hann! G. Á. Meiining’arbaráÉÉa norskra kennara Lengi mun þess minnst, ekki einungis í sögu Noregs og Norðurlanda, heldur einnig í veraldarsögunni, að Norð- menn hafa í núverandi styrjöld háð einhverja glæsileg- ustu frelsisbaráttu, sem sögur fara af. Öllum eru kunnar frásagnir, sem borizt hafa um yfirgang og kúgun þýzku nazistanna og baráttu Norðmanna gegn þeim. En enginn

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.