Menntamál - 01.09.1945, Blaðsíða 3

Menntamál - 01.09.1945, Blaðsíða 3
MENNTAMÁL XVIII., 5 SEPTEMBR 1945 1 Sigufður Thorlacius látinn Einn af hinum bezt menntu skólamönnum landsins og forystumönnum kennarastéttarinnar, Sigurður Thorla- cius, skólastjóri Austurbæjarskólans í Reykjavík, lézt 17. ágúst s.l., 45 ára að aldri. Hann var fæddur á Djúpa- vogi 4. júlí 1900, sonur Ólafs Thorlaciusar læknis og konu hans, Ragnhildar Pétursdóttur Eggerz. Hann tók stúdents- próf 1922 og próf í forspjallsvísindum og kennarapróf 1924. Var næstu 3 ár við unglingakennslu og sjómennsku austur á Djúpavogi. Stundaði síðan nám í uppeldisfræði og barnasálarfræði við Rousseau-stofnunina í Généve í Sviss og tók fyrri hluta prófs þaðan 1929. Kenndi við Laugar- vatnsskólann 1929—30. Var skipaður skólastjóri við Austurbæjarskólann haustið 1930. Tók síðara hluta prófs við Rousseau-stofnunina 1931. Kvæntist 1929 Áslaugu Kristjánsdóttur bónda í Fremsta-Felli í Suður-Þingeyjar- sýslu, Jónssonar. Þau áttu 5 börn. Sigurður gerðist skjótt atkvæðamaður í stéttarsam- tökum kennara. Hann var fyrst kosinn í stjórn Sambands íslenzkra barnakennara 1934 og jafnan endurkosinn síð- an. Formaður Sambandsins var hann 1937—42. Hann var ritstjóri Menntamála 1936—40*, og ritaði bæði þá og endranær mikið í ritið. Voru margar greinar hans mjög ýtarlegar og báru glöggan vott um þekkingu hans og lær- dóm í uppeldisvísindum og sálarfræði barna. Einnig hafa * Það er villa, sem stendur á 155. bls. síðasta árgangs Mennta- mála, að Sigurður hafi orðið ritstjóri Menntamála 1937, og eru lesendur beðnir áð leiðrétta það.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.