Menntamál - 01.09.1945, Blaðsíða 13

Menntamál - 01.09.1945, Blaðsíða 13
MENNTAMÁL 123 HALLDÓR KILJAN LAXNESS rithöfundur lýsir einum þætti í starfsemi Sigurðar Thorlaciusar þannig í Þjóðviljanum: „Kynni okkar Sigurðar Thorlaciusar urðu nánust af samstarfi því, sem við áttum í bókmenntafélaginu Máli og menningu, en hann var ásamt Eiríki Magnússyni cand. theol., sem einnig er horfinn sjónum okkar, Halldóri rit- höfundi Stefánssyni og okkur Kristni Andréssyni stofn- andi þessa útgáfufélags. Yið höfðum í upphafi enga jörð undir fótum, nema vonina um skilning og samúð fátækra, bókhneigðra alþýðumanna, sem ekki höfðu ráð á að kaupa bækur á vehjulegum markaði. Þetta var á kreppuárunum, þegar tíu króna áskriftargjald í bókafélagi voru þeir fjár- munir, að fátækir verkamenn til sjós og sveita urðu að margvelta því fyrir sér og gera það upp við samvizku sína, hvort þeir ættu að leggja út í að ganga í félagið. Ég gét ekki hugsað mér félagsskap, þar sem eining og friður hafði í þeim mæli verið ríkjandi innan vébanda eins og í Máli og menningu, svo í útgáfustjórn og félagsráði sem meðlimahópnum, en um skeið var sótt að þessu fátæka, styrklaúsa félagi úr ýmsum áttum, oft með þungum skeyt- um og af villtum ástríðum, og því haldið fram, að hér væri í uppsiglingu fyrirtæki skáðræðismanna og landráða- lýðs. í þessum deilúm, sem stóðu um tilveru félagsins, var enginn ötulli verjandi en Sigurður Thorlacius, óþreytandi að halda uppi málstað þess í ýmsum áttum. Inn á við var hann hvötuður þess, að öll vörn væri sem mjúklegust af okkar hálfu, og vildi, að við vöruðumst að láta ástríður hinna hafa áhrif á okkur. Ég minnist þess, að hann setti einu sinni í próförk kross við eitthvert skuggyrði, sem hrotið hafðí úr penna mínum í garð flokks nokkurs, sem hafði sett sér það markmið að ráða niðurlögum Máls og menningar og hafa af okkur það litla mannorð, sem eftir var. Þegar ég fékk próförkina, sá ég, að þarna hafði Sig-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.