Menntamál - 01.09.1945, Blaðsíða 9

Menntamál - 01.09.1945, Blaðsíða 9
MENNTAMÁL 119 gáfum, hæfileikum, heilsufari og þroska barna og unglinga, og þá einkum í Reykjavík. Var þar margra ára starf fram- undan, og væntu kunnugir af því mikillar nytsemdar fyrir þjóðina. Frá þessu sem öðru er hann nú sviplega horfinn. Hann stóð til mikils frama og þó til meiri hagsemdar fyrir þjóð- félagið. Hann var ekki lengur maður einnar stéttar eða starfshóps. Hann var maður þjóðfélagsins. Þess vegna nær harmurinn yfir missi hans út um víðar byggðir landsins." LÁRUS SIGURBJÖRNSSON, rithöfundur og varaformaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, segir þannig í Morgunblaðinu: „Slíkur maður sem Sigurður var hlaut að láta félagsmál mikið til sín taka. Fyrst og fremst voru það mál kennara- stéttarinnar, sem hann bar fyrir brjósti, og varð hann mestur áhrifamaður í félagssamtökum kennara, átti sæti í stjórn Sambands íslenzkra barnakennara frá 1934, en formaður sambandsins frá 1937 til 1943. f beinu fram- haldi þessa starfs gerðist Sigurður einn helzti hvatamaður að stofnun Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, og var hann kjörinn fyrsti formaður Bandalagsins og var for- maður þess til dauðadags. Fyrir hið mikla og ósérhlífna starf, sem hann leysti af hendi í stöðu brautryðjandans, færa í dag þakkir þúsundir starfsmanna ríkis og bæja á íslandi, og Bandalag þeirra heiðrar minningu hans með því að gera útförina á sinn kostnað. Hér verða ekki rakin afskipti Sigurðar af ýmsum merk- um félagsmálum. Mesta dagsverki skilaði hann fyrir heild- ina. Undir forystu hans náðist það fram, að launalög voru samþykkt á alþingi og tryggingarmálum opinberra starfs- manna komið í gott horf.“

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.