Menntamál - 01.09.1945, Blaðsíða 12
122
MENNTAMÁL
þess. Þess vegna litu kennarar á hann sem foringja í
baráttu þeirra um bætt launakjör og starfsskilyrði. Sem
leiðtogi á þessu sviði hefur Sigurður Thorlacius unnið
glæsilega sigra, sem verða munu íslenzkri kennarastétt
og starfi hennar til mikillar blessunar í langri framtíð.
Og með þeim hefur hann lagt kennarastéttinni skyldur á
herðar: að réttlæta með betri menntun og í frjórra starfi
þær launakröfur, sem hún barðist fyrir. Því að bætt launa-
kjör voru aðeins einn þáttur í því mikla umbótastarfi,
sem fyrir Sigurði vakti. Hann sá lengra fram á veginn
og setti baráttu sinni hærra takmark. Hans einlægasta
ósk var sú að koma menntun kennara við barna- og ungl-
ingaskóla í það horf, að þeir gætu verið hlutgengir meðal
menntamanna þjóðarinnar. Og honum var ljóst, að þetta
gat því aðeins orðið, að sterkari áhugi á uppeldisvísind-
um vaknaði í landinu sjálfu, að vér færum sjálfir að fást
við rannsóknir og tilraunir í uppeldismálum vorum. Áform
hans í þessum málum voru margvísleg, þó að honum auðn-
aðist ekki að koma þeim cllum í framkvæmd.
________ i
Enda þótt opinber störf hans væru jafnan svo mikil,
sem starfskraftarnir þoldu mest, fékkst Sigurður í kyrr-
þey ávallt við vísindalegar athuganir og rannsóknir. Hann
vissi, að hér á landi hlyti fyrr eða síðar að rísa upp rann-
sóknarstofnun í uppeldisvísindum, og hann ætlaði sér að
berjast fyrir því máli. Það var metnaður hans að leggja
sjálfur af mörkum nokkurn skerf til slíkra rannsókna.
Mér er ekki kunnugt um það, hverju hann áorkaði á þessu
sviði. En því má treysta, að þar sé allt vel og trvggilega
unnið. Þau voru jafnan vinnubrögð Sigurðar. Þegar sá
dagur kemur, að hér rís upp rannsóknarstofnun í uppeldis-
vísindum, sem vonandi verður ekki langt að bíða, þá mun
hún m. a. leitast við að halda áfram að vinna úr þeim
rannsóknum, sem Sigurður Thorlacius hafði með höndum.“