Menntamál - 01.09.1945, Blaðsíða 34
144
MENNTAMÁL
Fréttir og félagsmál
Jóhannes Ólafsson,
kennari í Laxárdal í Dalasýslu, varð sextugur 11. september s.l.
(f. 1885). Hann gekk á unglingaskóla í Búðardal þegar liann var
um tvítugt. Hann starfaði að kennslu fram til 1913, og síðan aftur
látlaust frá 1928, lengst af í Dalasýslu.
Pálmi Kristjánsson,
kennari í Saurbæjarhrepp í Eyjafirði, varð sextugur fyrir skömmu
(f. 16. sept. 1885). Hann tók gagnfræðaróf á Akureyri 1916 og gerðist
þá þegar kennari í Saurbæjarhreppi.
Júlíus Magnússon,
sundkennari í Reykjavík, varð fimmtugur 16. júlí s.l. Hann tók
próf frá bændaskólanum á Hvanneyri 1916 og frá íþróttaskólanum
í Ollerup 1921. Hann sundaði nám í lýðháskólanum á Voss í Noregi
1924—25 og við Miillers-institutet í Kaumannahöfn 1925—26. 1931
dvaldi hann 3 mánuði við nám í Deutsche Hochschule fúr Leibes-
úliungen í Þýzkalandi. Sundkennarapróf tók hann við Statens Gymna-
stik Institut í Kaupmannahöfn 1933 og hefur verið sundkennari í
Reykjavík síðan, en áður hafði hann stundað íþróttakennslu á Akra-
nesi, Seyðisfirði og í Reykjavík.
Mikkjal á Ryggi,
færeyski skólamaðurinn og skáldið, sem ýrnsir íslenzkir kennarar
munu kannast við, varð 65 ára 17. okt. 1944 og lét af kennslu um
síðustu áramót. Starfsþrek hans er þó enn óskert og mun hann hafa
í hyggju að gefa sig óskiptan að bókmenntastörfum.
Dr. Símon Jóh. Ágústsson
hefur verið skipaður prófessor í heimspeki við Háskóla íslands í
stað Agústs H. Bjarnasonar, er lætur af störfum vegna aldurs. Símon
er kunnur af ritum sínum og erindum um uppeldismál og sálarfræði
allt frá ])ví að hann ávann sér doktorsnafnbót við háskólann í París
árið 1936 fyrir rit um uppeldiskenningar Georgs Kerschensteiners.
Síðasta bók hans, Mannþekking, kom út á yfirstandandi ári.
Jarðarför Sigurðar Thorlaciusar skólastjóra
fór fram frá dómkirkjunni 24. ágúst s.l. Menntamálaráðherra,
kennarar úr Austurbæjarskólanum og stjórn S.Í.B. báru kistuna úr