Menntamál - 01.09.1945, Blaðsíða 4

Menntamál - 01.09.1945, Blaðsíða 4
114 MENNTAMÁL erlendar fréttir af skólamálum aldrei verið eins fjöl- breyttar í Menntamálum og á meðan hann var ritstjóri. Síðar í þessu hefti er skrá yfir greinar hans í Mennta- málum. En störf Sigurðar að menningarmálum þjóðarinnar voru fjölþættari en þetta. Hann átti sæti í nefnd þeirri, sem undirbjó fræðslulögin frá 1936. Hann var í mörg ár fulltrúi kennarastéttarinnar í Barnaverndarráði. Hann var skipaður formaður Ríkisútgáfu námsbóka á síðastliðnum vetri. Hann var í stjórn Máls og menningar frá stofnun þess félags 1937. Hann var ritari Rauða kross íslands og formaður ungliðadeilda hans. Talsvert starfaði hann og í Alliance Frangaise. Hann var einn af forvígismönnum kennara í launamálum, átti sæti í nefndinni, sem undirbjó launalögin, sem samþykkt voru á síðasta alþingi, enda for- maður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Úrslit launa- málsins má að töluverðu leyti þakka lagni hans og ýtni í málflutningi. Hann beitti sér jafnan mjög fyrir aukinni menntun kennara. Hann samdi tvær ágætar barnabækur, Sumardaga og Um loftin blá, og þýddi Kalc og Mömmu litlu með Jóhannesi úr Kötlum. Einnig þýddi hann úr frönsku ferðasögu vísindamannsins Charcots til Suðurheimskauts- landa. Auk alls þessa vann Sigurður að vísindalegum rannsókn- um og athugunum á hæfileikum og þroska íslenzkra barna. Hann hafði byrjað þær rannsóknir þegar á námsárum sín- um og aldrei síðan látið þær niður falla með öllu, en síð- ustu árin, sem hann lifði, hafði hann aukið þær mjög og undirbúið víðtækar athuganir á því sviði. Eins og að líkum lætur hafa ýmsir mætir menn minnst Sigurðar Thorlaciusar skólastjóra í blöðum. Þykist ritstjóri Menntamála ekki geta gert minningu hans sann- legri skil en birta hér nokkra kafla úr ritgerðum þessum og úr ræðu séra Jakobs Jónssonar við útförina, til þess að sýna álit og dóma kunnugra og málsmetandi

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.