Menntamál - 01.09.1945, Blaðsíða 29
MENNTAMÁL
139
hæfari til þess að forðast múghugsunina og múgæsing-
arnar. Að hvað mildu leyti skólunum tekst þetta, læt ég
ósagt, en þeim tekst það sjálfsagt misjafnlega, en þetta
þarf að verða og á að vera höfuðhlutverk þeirra.“
Starfsemi manna eins og Þorsteins M. Jónssonar miðar
að þessu marki.
Ólafur Þ. Kristjánsson.
Bækur sendar Menntamálum
Fiskimálanefnd. Skýrsla tíu ára 1935—19JJ. Eftir Arnór
Sigurjónsson, 182 bls. Útg.: Fiskimálanefnd. Nafn bókar-
innar segir til um efni hennar, og þótt hún fjalli um hluti,
sem ekki eru sérgrein Menntamála, þykist ritstjóri þeirra
þó mega fullyrða, að hún sé fróðleg bók og skýri frá merki-
legum tilraunum, sem gerðar hafa verið til þess að afla
aðalútflutningsvöru okkar, sjávarafurðunum, markaðar.
Þeir, sem vilja eitthvað vita um atvinnulíf eða atvinnu-
sögu þjóðarinnar, geta ekki látið hjá líða að lesa þessa
bók. Mætti í því sambandi t. d. benda á kaflann um hrað-
frystingu fiskjar og eflingu þeirrar atvinnugreinar. Hitt
þarf varla að taka fram, að frásögnin er öll skýr og
skilmerkileg hjá Arnóri og bókin miklu læsilegri en ætla
mætti að óreyndu um slíkt rit.